Talið víst að Jóhann hreppi Óskarinn Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2015 11:01 Ef að líkum lætur hreppir Jóhann Jóhannsson Óskarinn að kvöldi sunnudags. Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram á sunnudagskvöld og æsast leikar; Íslendingar eiga nefnilega sinn fulltrúa sem er tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson fyrir tónlistina í myndinni Therory of Everything sem byggð er á ævi vísindamannsins Stephen Hawking. Ef rýnt er í veðmálastuðla eins og þeir birtast á Betsson telja flestir að hann hreppi hnossið. Stuðullinn á hann er 1,45, sem þýðir einfaldlega að vilji einhver veðja 1000 krónum á að Jóhann vinni fær sá 1,450 krónur til baka. Það stefnir í einvígi milli hans og Alexandre Desplat sem á tónlistina í The Grand Budapest Hótel. Desplat er með stuðulinn 2,10. Aðrir koma vart til álita.Jóhann hlýtur að teljast sigurstranglegur. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin í janúar, fyrstur Íslendinga, en sú hátíð og verðlaunaafhendingar þar þykja góð vísbending um hvernig fer með sigur á Óskarshátíðinni. En, þá ber til þess að líta að Jóhann fór tómhentur heim frá BAFTA-kvikmyndahátíðinni, þá var það Desplat sem hafði sigur. Vongóðir Íslendingar hljóta hins vegar að horfa til þess að sex af síðustu sjö sem höfðu sigur á Golden Globe unnu einnig Óskarinn. Og þá má geta þess að ein helsta og virtasta vefsíða á sviði kvikmynda, Indiewire, telur Jóhann sigurstranglegan.Fróðlegt er að skoða hvernig fólk kýs að haga veðmálum sínum. Þannig er talið víst að Birdman verði kosin besta myndin (1,48). Aðeins Boyhood (2,50) getur, samkvæmt þessu, veitt henni keppni. Stuðullinn á Selmu er fáránlega hár, eða 125, sem þýðir að þeir sem leggja undir telja nánast útilokað að hún verði fyrir valinu. Eddie Redmayne í The Theory of Everything) þykir langlíklegastur sem besti leikari í aðalhlutverki (1,22) og þá telst nánast öruggt (1,01) að Julianne More í Still Alice fái Óskar sem besta leikkonan í aðalhlutverki. J.K. Simmons í Whiplash (1,01) fær verðlaunin sem besti karl í aukahlutverki og Patricia Arquette í Boyhood(1,01) sem leikkona í aukahlutverki. Það verður hins vegar leikstjórinn Alejandro Gonzales Inarritu (1,45) sem fær Óskarinn – ef marka má þá sem eru til í að hætta fé sínu í veðmál þar að lútandi. Golden Globes Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram á sunnudagskvöld og æsast leikar; Íslendingar eiga nefnilega sinn fulltrúa sem er tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson fyrir tónlistina í myndinni Therory of Everything sem byggð er á ævi vísindamannsins Stephen Hawking. Ef rýnt er í veðmálastuðla eins og þeir birtast á Betsson telja flestir að hann hreppi hnossið. Stuðullinn á hann er 1,45, sem þýðir einfaldlega að vilji einhver veðja 1000 krónum á að Jóhann vinni fær sá 1,450 krónur til baka. Það stefnir í einvígi milli hans og Alexandre Desplat sem á tónlistina í The Grand Budapest Hótel. Desplat er með stuðulinn 2,10. Aðrir koma vart til álita.Jóhann hlýtur að teljast sigurstranglegur. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin í janúar, fyrstur Íslendinga, en sú hátíð og verðlaunaafhendingar þar þykja góð vísbending um hvernig fer með sigur á Óskarshátíðinni. En, þá ber til þess að líta að Jóhann fór tómhentur heim frá BAFTA-kvikmyndahátíðinni, þá var það Desplat sem hafði sigur. Vongóðir Íslendingar hljóta hins vegar að horfa til þess að sex af síðustu sjö sem höfðu sigur á Golden Globe unnu einnig Óskarinn. Og þá má geta þess að ein helsta og virtasta vefsíða á sviði kvikmynda, Indiewire, telur Jóhann sigurstranglegan.Fróðlegt er að skoða hvernig fólk kýs að haga veðmálum sínum. Þannig er talið víst að Birdman verði kosin besta myndin (1,48). Aðeins Boyhood (2,50) getur, samkvæmt þessu, veitt henni keppni. Stuðullinn á Selmu er fáránlega hár, eða 125, sem þýðir að þeir sem leggja undir telja nánast útilokað að hún verði fyrir valinu. Eddie Redmayne í The Theory of Everything) þykir langlíklegastur sem besti leikari í aðalhlutverki (1,22) og þá telst nánast öruggt (1,01) að Julianne More í Still Alice fái Óskar sem besta leikkonan í aðalhlutverki. J.K. Simmons í Whiplash (1,01) fær verðlaunin sem besti karl í aukahlutverki og Patricia Arquette í Boyhood(1,01) sem leikkona í aukahlutverki. Það verður hins vegar leikstjórinn Alejandro Gonzales Inarritu (1,45) sem fær Óskarinn – ef marka má þá sem eru til í að hætta fé sínu í veðmál þar að lútandi.
Golden Globes Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist