15 milljón boxer-vélar frá Subaru Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2015 09:08 Boxer vél frá Subaru. Subaru náði þeim áfanga í vikunni að framleiða sína fimmtán milljónustu boxervél. Boxer-vélar hafa þá sérstöðu að vera með þverstæða strokka sem liggja beint hver á móti öðrum, en ekki í V eins og algengara er. Allir bílar Subaru eru með boxer-vélar í dag svo þeim fjölgar nú ört, enda gengur Subaru mjög vel að selja bíla sína þessa dagana. Subaru setti í fyrsta skipti boxer-vél í bíl árið 1966 og var það lítil 1,0 lítra fjögurra strokka vél. Subaru fagnar ekki aðeins 15 milljón boxer vélum þessa dagana því fyrirtækið náði einnig þeim áfanga í síðasta mánuði að framleiða 14 milljónasta fjörhjóladrifsbúnaðinn í bíla sína. Subaru hóf framleiðslu þess fyrir 43 árum. Aðeins eru tveir bílaframleiðendur heims sem notast aðallega við boxer-vélar, þ.e. Subaru og Porsche og gengur báðum fyrirtækjum einkar vel þessa dagana. Því virðist sem heimsbyggðinni líki við þessar vélar, enda eru þær þekktar fyrir góða endingu og afl og þær hafa þann kost að lækka þyngdarpunkt bíla þar sem flöt hönnun þeirra heldur þunganum neðar í bílum. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent
Subaru náði þeim áfanga í vikunni að framleiða sína fimmtán milljónustu boxervél. Boxer-vélar hafa þá sérstöðu að vera með þverstæða strokka sem liggja beint hver á móti öðrum, en ekki í V eins og algengara er. Allir bílar Subaru eru með boxer-vélar í dag svo þeim fjölgar nú ört, enda gengur Subaru mjög vel að selja bíla sína þessa dagana. Subaru setti í fyrsta skipti boxer-vél í bíl árið 1966 og var það lítil 1,0 lítra fjögurra strokka vél. Subaru fagnar ekki aðeins 15 milljón boxer vélum þessa dagana því fyrirtækið náði einnig þeim áfanga í síðasta mánuði að framleiða 14 milljónasta fjörhjóladrifsbúnaðinn í bíla sína. Subaru hóf framleiðslu þess fyrir 43 árum. Aðeins eru tveir bílaframleiðendur heims sem notast aðallega við boxer-vélar, þ.e. Subaru og Porsche og gengur báðum fyrirtækjum einkar vel þessa dagana. Því virðist sem heimsbyggðinni líki við þessar vélar, enda eru þær þekktar fyrir góða endingu og afl og þær hafa þann kost að lækka þyngdarpunkt bíla þar sem flöt hönnun þeirra heldur þunganum neðar í bílum.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent