FBI plataði þýskan rappara og liðsmann ISIS í „hunangsgildru“ Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2015 14:11 Hinn 39 ára Denis „Deso Dogg” Cuspert var vinsæll rappari í Þýskalandi á fyrsta áratug þessarar aldar. Vísir/AFP Bandaríska alríkislögreglan FBI sendi kvennjósnara á sínum snærum til Sýrlands til að ná upplýsingum frá þýskum rappara sem grunaður var um að hafa gengið til liðs við ISIS. Njósnaranum tókst að komast í náðina hjá manninum og koma upplýsingum til bandarískra yfirvalda um margra mánaða skeið.Þýska blaðið Bild segir frá því að þýski rapparinn Denis „Deso Dogg” Cuspert hafi verið vinsæll tónlistarmaður á fyrsta áratug þessarar aldar. Smáglæpir hafi mótað uppvaxtarár hans, en eftir að hafa lent í bílslysi hafi hann orðið íslamstrúar og komist í samband við íslamska öfgamenn. Cuspert hefur nú lifað um tíma í Sýrlandi undir nafninu Abu Talha al-Almani. Eftir að áhugi bandarískra yfirvalda kviknaði var tekin ákvörðun um að reyna að nýta sér veikleika hans fyrir konum, en að sögn á maðurinn þrjú börn með þremur konum. FBI hafi því sent njósnara til Sýrlands til að reyna að hafa upplýsingar af honum. Í frétt Bild segir að verkefnið hafi verið mjög árangursríkt þar sem Cuspert hafi orðið ástfanginn af njósnaranum og þau gengið að eiga hvort annað. Njósnarinn hafi svo komið upplýsingum til Bandaríkjamanna um margra mánaða skeið og síðar tekist að flýja yfir landamærin til Tyrklands. Tyrknesk yfirvöld tóku konuna höndum eftir að hún komst yfir landamærin en eftir að hafa útskýrt mál sitt gátu fulltrúar bandarískra yfirvalda komið henni aftur til Bandaríkjanna. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða upplýsingum njósnaranum tókst að koma til bandarískra yfirvalda, en Deso Dogg var í það minnsta komið á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn í síðustu viku. Er því búið að frysta eignir mannsins og takmarka ferðafrelsi. Mið-Austurlönd Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI sendi kvennjósnara á sínum snærum til Sýrlands til að ná upplýsingum frá þýskum rappara sem grunaður var um að hafa gengið til liðs við ISIS. Njósnaranum tókst að komast í náðina hjá manninum og koma upplýsingum til bandarískra yfirvalda um margra mánaða skeið.Þýska blaðið Bild segir frá því að þýski rapparinn Denis „Deso Dogg” Cuspert hafi verið vinsæll tónlistarmaður á fyrsta áratug þessarar aldar. Smáglæpir hafi mótað uppvaxtarár hans, en eftir að hafa lent í bílslysi hafi hann orðið íslamstrúar og komist í samband við íslamska öfgamenn. Cuspert hefur nú lifað um tíma í Sýrlandi undir nafninu Abu Talha al-Almani. Eftir að áhugi bandarískra yfirvalda kviknaði var tekin ákvörðun um að reyna að nýta sér veikleika hans fyrir konum, en að sögn á maðurinn þrjú börn með þremur konum. FBI hafi því sent njósnara til Sýrlands til að reyna að hafa upplýsingar af honum. Í frétt Bild segir að verkefnið hafi verið mjög árangursríkt þar sem Cuspert hafi orðið ástfanginn af njósnaranum og þau gengið að eiga hvort annað. Njósnarinn hafi svo komið upplýsingum til Bandaríkjamanna um margra mánaða skeið og síðar tekist að flýja yfir landamærin til Tyrklands. Tyrknesk yfirvöld tóku konuna höndum eftir að hún komst yfir landamærin en eftir að hafa útskýrt mál sitt gátu fulltrúar bandarískra yfirvalda komið henni aftur til Bandaríkjanna. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða upplýsingum njósnaranum tókst að koma til bandarískra yfirvalda, en Deso Dogg var í það minnsta komið á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn í síðustu viku. Er því búið að frysta eignir mannsins og takmarka ferðafrelsi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira