O'Sullivan: Eins og að spila í verslunarmiðstöð Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2015 14:30 Eldflaugin er ekki sátt. vísir/getty Ronnie O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í snóker, vann tvo leiki í gær á fyrsta degi opna velska meistaramótsins. Keppt er í fyrsta sinn í Motorpoint Arena í Cardiff og er spilað á tíu borðum samtímis. „Þetta er eins og að spila í verslunarmiðstöð,“ sagði O'Sullivan ósáttur í viðtali við BBC í gær. „Fólk stendur upp hvenær sem það vill og færir sig á milli sæta. Það eru óskrifaðar reglur í snóker að áhorfendur hreyfi sig ekki þegar spilarinn er að skjóta.“ Opna velska mótið hefur undanfarin níu ár verið haldið í Newport Centre-höllinni en ákveðið var að stækka við sig fyrir þetta ár. „Ég er ekki ánægður með þetta. Newport var ein af mínum uppáhaldshöllum þannig það var ömurlegt að færa mótið. Ég hef spilað hérna áður. Þetta er eins og að spila í flugskýli,“ sagði O'Sullivan. Þessi magnaði snókerspilari hefur verið gagnrýninn á mótahald að undanförnu, en í desember var hann mjög ósáttur við hvernig var staðið að opna breska meistaramótinu. Þar var spilað á fjórum borðum í einu í staðinn fyrir að spila á tveimur eins og tíðkast hefur. Hann vildi meina að það varð til þess að margir af bestu spilurum heims féllu snemma úr leik. „Ég býst við að við sjáum fleiri óvænt úrslit þar til það verður byrjað að spila á tveimur borðum. Þetta er eins og að biðja Roger Federer um að spila á velli þrettán á Wimbledon fyrir framan þrjá menn og hund,“ sagði O'Sullivan í viðtali við BBC. Íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Ronnie O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í snóker, vann tvo leiki í gær á fyrsta degi opna velska meistaramótsins. Keppt er í fyrsta sinn í Motorpoint Arena í Cardiff og er spilað á tíu borðum samtímis. „Þetta er eins og að spila í verslunarmiðstöð,“ sagði O'Sullivan ósáttur í viðtali við BBC í gær. „Fólk stendur upp hvenær sem það vill og færir sig á milli sæta. Það eru óskrifaðar reglur í snóker að áhorfendur hreyfi sig ekki þegar spilarinn er að skjóta.“ Opna velska mótið hefur undanfarin níu ár verið haldið í Newport Centre-höllinni en ákveðið var að stækka við sig fyrir þetta ár. „Ég er ekki ánægður með þetta. Newport var ein af mínum uppáhaldshöllum þannig það var ömurlegt að færa mótið. Ég hef spilað hérna áður. Þetta er eins og að spila í flugskýli,“ sagði O'Sullivan. Þessi magnaði snókerspilari hefur verið gagnrýninn á mótahald að undanförnu, en í desember var hann mjög ósáttur við hvernig var staðið að opna breska meistaramótinu. Þar var spilað á fjórum borðum í einu í staðinn fyrir að spila á tveimur eins og tíðkast hefur. Hann vildi meina að það varð til þess að margir af bestu spilurum heims féllu snemma úr leik. „Ég býst við að við sjáum fleiri óvænt úrslit þar til það verður byrjað að spila á tveimur borðum. Þetta er eins og að biðja Roger Federer um að spila á velli þrettán á Wimbledon fyrir framan þrjá menn og hund,“ sagði O'Sullivan í viðtali við BBC.
Íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira