Sport

Armstrong þarf að endurgreiða 1,3 milljarða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Enn sér ekki fyrir endann á vandræðum fyrrum hjólreiðakappans Lance Armstrong. Hann er enn að glíma við eftirköst þess að upp komst um ólöglega lyfjanotkun hans árið 2012.

SCA Promotions er tryggingarfyrirtæki sem tryggir íþróttamenn og greiddi Armstrong bónusa fyrir sigra hans í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France.

Gerðardómur í Texas tók málið fyrir og dæmdi fyrirtækinu í vil. Armstrong þarf að greiða því 10 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur - um 1,3 milljarða króna.

„Við erum afar ánægð með þessa niðurstöðu,“ sagði Bob Hamman, stofnandi SCA Promotions. „Það er erfitt að lýsa því hversu mikinn skaða lygar Lance Armstrong hafa valdið fyrirtækinu en þetta er góð byrjun á því að bæta fyrir hann.“

Talið að enginn einstaklingur hafi áður verið sektaður um jafn háa upphæð í bandarískri réttarsögu.

Armstrong hefur verið lögsóttur af fjölda aðila síðan hann gekkst við því að nota ólögleg lyf í viðtali við Oprah Winfrey árið 2013. Hann hefur þó ekki viljað játa sekt sína í dómssal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×