Er annar jeppi í smíðum hjá Bentley? Finnur Thorlacius skrifar 16. febrúar 2015 15:12 Bentley Bentayga fer í sölu á næsta ári. Jeppinn Bentayga er á leiðinni frá breska lúxusbílaframleiðandanum Bentley og hefst sala á honum á næsta ári. Top Gear Magazine er þó á því að þar verði ekki staðar numið hjá Bentley að herja á sívaxandi markað fyrir fjórhjóladrifna og torfæruhæfa bíla frá fyrirtækinu. Þeir hjá Top Gear segjast hafa hermt frá forstjóra Bentley að öllu minni slíkur bíll, sem jafnvel gæti talist jepplingur, sé einnig á teikniborðinu hjá Bentley og að Bentley ætli ekki að láta þennan vaxandi markað framhjá sér fara. Það ætla Jaguar og Maserati ekki heldur að gera, enda eru jeppar á leiðinni frá báðum þeim fyrirtækjum. Bentley mun þó ekki kynna nýjan jeppa/jeppling fyrr en árið 2019 og allar líkur eru á því að hann verði með „coupe“-formi, líkt og X6 bíll BMW og GLE Coupe frá Mercedes Benz og keppa við þá um hylli kaupenda. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent
Jeppinn Bentayga er á leiðinni frá breska lúxusbílaframleiðandanum Bentley og hefst sala á honum á næsta ári. Top Gear Magazine er þó á því að þar verði ekki staðar numið hjá Bentley að herja á sívaxandi markað fyrir fjórhjóladrifna og torfæruhæfa bíla frá fyrirtækinu. Þeir hjá Top Gear segjast hafa hermt frá forstjóra Bentley að öllu minni slíkur bíll, sem jafnvel gæti talist jepplingur, sé einnig á teikniborðinu hjá Bentley og að Bentley ætli ekki að láta þennan vaxandi markað framhjá sér fara. Það ætla Jaguar og Maserati ekki heldur að gera, enda eru jeppar á leiðinni frá báðum þeim fyrirtækjum. Bentley mun þó ekki kynna nýjan jeppa/jeppling fyrr en árið 2019 og allar líkur eru á því að hann verði með „coupe“-formi, líkt og X6 bíll BMW og GLE Coupe frá Mercedes Benz og keppa við þá um hylli kaupenda.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent