Eldri bílar bannaðir í París Finnur Thorlacius skrifar 16. febrúar 2015 09:30 Samkvæmt nýju reglugerðinni varði bílar eins og þessir ekki leyfðir á götum Parísar. Borgaryfirvöld í París hyggjast banna akstur bíla eldri en af árgerð 1996, vöruflutningabíla eldri en frá 1997 og rútur eldri en frá 2001. Þessar reglur taka væntanlega gildi frá og með næsta sumri. Í áætlunum borgaryfirvalda kveður líka á um að árið 2020 verði bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í akstri um borgina. Borgarstjóri Parísar, Anne Hidalgo, styður þessa tillögu en hún hefur einnig stutt tillögu þess efnis að hámarkshraði í borginni verði aðeins 30 km/klst. Þessar tillögur í París bætast nú ofan á fyrirhugað bann við dísilbílum og áætlanir franskra yfirvalda að útrýma þeim úr franskri umferð og fjárstuðning yfirvalda við bílkaupendur þá sem skipta eldri dísilbílum út fyrir bensínbíla og rafmagnsbíla. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent
Borgaryfirvöld í París hyggjast banna akstur bíla eldri en af árgerð 1996, vöruflutningabíla eldri en frá 1997 og rútur eldri en frá 2001. Þessar reglur taka væntanlega gildi frá og með næsta sumri. Í áætlunum borgaryfirvalda kveður líka á um að árið 2020 verði bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í akstri um borgina. Borgarstjóri Parísar, Anne Hidalgo, styður þessa tillögu en hún hefur einnig stutt tillögu þess efnis að hámarkshraði í borginni verði aðeins 30 km/klst. Þessar tillögur í París bætast nú ofan á fyrirhugað bann við dísilbílum og áætlanir franskra yfirvalda að útrýma þeim úr franskri umferð og fjárstuðning yfirvalda við bílkaupendur þá sem skipta eldri dísilbílum út fyrir bensínbíla og rafmagnsbíla.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent