Kia Trailster orkubúnt Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2015 09:15 Kia mun kynna nýjan hugmyndabíl sinn, Trailster á bílasýningunni í Chicago sem hefst nú um helgina. Bíllinn er í raun upphækkaður Kia Soul með ríflega 6 sentimetra undir lægsta punkt, varnarhlífar að framan og aftan og mun öflugri vél en sést hefur í Soul fram að þessu. Bíllinn er 220 hestöfl og 185 þeirra koma frá 2,0 lítra bensínvél sem knýr framhjólin, en restin kemur frá rafmótorum sem knýja afturhjólin. Með rafmótorunum eingöngu má aka þessum bíl fyrstu 3-5 kílómetrana. Kia segir að þessi drifrás tryggi 25-30% lægri eyðslu en í Kia Soul með 2,0 lítra vélinni í dag. Þak bílsins er úr dúk sem taka má niður ef veður leyfir og því er þessi bíll heppilegur til útivistar þegar sól skín í heiði. Kia segir að þessi drifrás geti einnig sést í hefðbundnum Kia Soul í framhaldinu. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent
Kia mun kynna nýjan hugmyndabíl sinn, Trailster á bílasýningunni í Chicago sem hefst nú um helgina. Bíllinn er í raun upphækkaður Kia Soul með ríflega 6 sentimetra undir lægsta punkt, varnarhlífar að framan og aftan og mun öflugri vél en sést hefur í Soul fram að þessu. Bíllinn er 220 hestöfl og 185 þeirra koma frá 2,0 lítra bensínvél sem knýr framhjólin, en restin kemur frá rafmótorum sem knýja afturhjólin. Með rafmótorunum eingöngu má aka þessum bíl fyrstu 3-5 kílómetrana. Kia segir að þessi drifrás tryggi 25-30% lægri eyðslu en í Kia Soul með 2,0 lítra vélinni í dag. Þak bílsins er úr dúk sem taka má niður ef veður leyfir og því er þessi bíll heppilegur til útivistar þegar sól skín í heiði. Kia segir að þessi drifrás geti einnig sést í hefðbundnum Kia Soul í framhaldinu.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent