Körfubolti

Fjölnir níunda liðið sem sekkur í Síkinu í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darrel Lewis.
Darrel Lewis. Vísir/Valli
Tindastóll fagnaði sínum níunda heimasigri í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið vann öruggan tuttugu stiga sigur í nýliðaslag á móti Fjölni, 103-83.

Tindastóll hefur unnið alla níu deildarleiki sína í Síkinu á Sauðárkróki á leiktíðinni og marga þeirra með sömu yfirburðum og í kvöld.

Tindastólsliðið er því áfram í mjög góðum málum í öðru sæti deildarinnar en Fjölnismenn eru á kafi í fallabaráttunni.

Darrell og Darrrel átti fínan leik í kvöld, Darrel Lewis var með 23 stig, 7 fráköst iog 5 stoðsendingar og Darrell Flake skoraði 15 stig og tók 11 fráköst. Fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson skoraði 17 stig og tók 11 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson var með 15 stig og þá skoraði Svavar Birgisson 11 stig.

Finnbogi Bjarnason var síðan sjötti leikmaður liðsins sem komst í tíu stigin í kvöld en Pétur Rúnar Birgisson ar síðan með 9 stig og 8 stoðsendingar. Það voru því margir að skila hjá Stólunum í þessum auðvelda sigri.

Tindastóll tók völdin strax í byrjun leik, komst í 16-4 og var 29-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Stólarnir voru síðan 32 stigum yfir í hálfleik, 59-27.

Fjölnismenn skoruðu reyndar átta fyrstu stig seinni hálfleiks og svo aftur sjö fyrstu stigin í lokaleikhlutanum en forskot heimamanna var það stórt að sigurinn var aldrei í hættu.



Tindastóll-Fjölnir 103-83 (29-16, 30-11, 23-31, 21-25)

Tindastóll: Darrel Keith Lewis 23/7 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 17/11 fráköst, Darrell Flake 15/11 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 15/4 fráköst, Svavar Atli Birgisson 11, Finnbogi Bjarnason 10, Pétur Rúnar Birgisson 9/4 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 3.

Fjölnir: Jonathan Mitchell 26/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 14, Danero Thomas 12, Róbert Sigurðsson 11/4 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Ingi Bustion 8/4 fráköst, Sindri Már Kárason 4/5 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 4, Bergþór Ægir Ríkharðsson 2, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 2.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Hákon Hjartarson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×