Honda skorar hátt sem bestu kaupin Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2015 10:40 Honda CR-V hafði sigur í sínum flokki bíla. Á hverju ári kýs News & World Report´s í Bandaríkjunum þá bíla sem blaðið telur bestu kaupin í hverjum flokki. Þetta árið voru 18 þeirra 21 bíla sem kosnir voru frá framleiðendum utan Bandaríkjanna. Sá framleiðandi sem hlaut flest verðlaun var Honda, en bílarnir Honda Jazz, sem vann reyndar tvo flokka, Honda CR-V og Acura TLX, RDX og MDX voru taldir bestu kaupin í sínum flokki. Honda á lúxusbílamerkið Acura. Þrír Toyota bílar unnu sína flokka, þ.e. Toyota Highlander, Toyota Camry og Lexus RX 350. Hyundai, Volkswagen og Mazda fengu tvær viðurkenningar. Volkswagen fyrir Golf og Golf GTI, Hyundai fyrir Sonata og Santa Fe og Mazda fyrir CX-9 og Mazda5. Audi A3, Subaru Outback og Nissan Murano hlutu einnig náð fyrir valnefndinni. Einu bandarísku bílarnir sem unnu sinn flokk voru Ram 1500, Chevrolet Colorado og Chevrolet Impala. Í vali News & World Report´s er tekið mið af kostnaði við eignarhald bílanna í 5 ár og það meðalverð sem greiða þarf fyrir nýja slíka bíla. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent
Á hverju ári kýs News & World Report´s í Bandaríkjunum þá bíla sem blaðið telur bestu kaupin í hverjum flokki. Þetta árið voru 18 þeirra 21 bíla sem kosnir voru frá framleiðendum utan Bandaríkjanna. Sá framleiðandi sem hlaut flest verðlaun var Honda, en bílarnir Honda Jazz, sem vann reyndar tvo flokka, Honda CR-V og Acura TLX, RDX og MDX voru taldir bestu kaupin í sínum flokki. Honda á lúxusbílamerkið Acura. Þrír Toyota bílar unnu sína flokka, þ.e. Toyota Highlander, Toyota Camry og Lexus RX 350. Hyundai, Volkswagen og Mazda fengu tvær viðurkenningar. Volkswagen fyrir Golf og Golf GTI, Hyundai fyrir Sonata og Santa Fe og Mazda fyrir CX-9 og Mazda5. Audi A3, Subaru Outback og Nissan Murano hlutu einnig náð fyrir valnefndinni. Einu bandarísku bílarnir sem unnu sinn flokk voru Ram 1500, Chevrolet Colorado og Chevrolet Impala. Í vali News & World Report´s er tekið mið af kostnaði við eignarhald bílanna í 5 ár og það meðalverð sem greiða þarf fyrir nýja slíka bíla.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent