Fær 33 milljón króna sekt fyrir að flytja inn bíl Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2015 09:27 Nissan Silvia bíllinn ætlar að reynast nýjum eiganda sínum slæm fjárfesting. Í Bandaríkjunum er einkar undarleg löggjöf í gildi er kemur að innflutningi á erlendum bílum til landsins. Stranglega bannað er að flytja inn bíla sem ekki eru ætlaðir fyrir hinn bandaríska markað og hafa ekki verið samþykktir af yfirvöldum vegna öryggis- og mengunarmála. Einn íbúi Mississippi fylkis fékk heldur betur að kenna á þessum ströngu viðurlögum. Ekki er nóg með að hann hafi fengið 250.000 dollara sekt þá fær hann allt að 20 ára fangelsisdóm. Það þætti mörgum ansi strangur dómur fyrir að flytja inn bíl ólöglega. Bíllinn sem freistaði mannsins svo mikið er Nissan Silvia sem sést hér á mynd og þykir góður akstursbíll. Þessir bílar voru framleiddir á árunum 1974 til 2002 og eiga margt sameiginlegt með Nissan 240SX, sem einnig naut mikilla vinsælda sem sportbíll. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent
Í Bandaríkjunum er einkar undarleg löggjöf í gildi er kemur að innflutningi á erlendum bílum til landsins. Stranglega bannað er að flytja inn bíla sem ekki eru ætlaðir fyrir hinn bandaríska markað og hafa ekki verið samþykktir af yfirvöldum vegna öryggis- og mengunarmála. Einn íbúi Mississippi fylkis fékk heldur betur að kenna á þessum ströngu viðurlögum. Ekki er nóg með að hann hafi fengið 250.000 dollara sekt þá fær hann allt að 20 ára fangelsisdóm. Það þætti mörgum ansi strangur dómur fyrir að flytja inn bíl ólöglega. Bíllinn sem freistaði mannsins svo mikið er Nissan Silvia sem sést hér á mynd og þykir góður akstursbíll. Þessir bílar voru framleiddir á árunum 1974 til 2002 og eiga margt sameiginlegt með Nissan 240SX, sem einnig naut mikilla vinsælda sem sportbíll.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent