Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2015 16:06 Mohammed Emwazi og æskuheimili hans í North Kensington í London. Vísir/AFP/AP Á æskuárum sínum hafði Mohammed Emwazi gaman af bandarísku sjónvarpsþáttunum Simpsons og dreymdi um að spila knattspyrnu með Manchester United. Málin þróuðust hins vegar á allt annan veg og nú er Emwazi orðinn að hataðasta manni Bretlandseyja. Breskir fjölmiðlar hafa dregið upp mynd af hinum 27 ára Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. Emwazi fæddist í Kuveit árið 1988 en flutti til Bretlands sex ára gamall þar sem hann ólst upp í North Kensington í London. Hann lærði upplýsingatækni í Westminster-háskóla en á að hafa komist í kynni við íslamska öfgamenn í heimsókn sinni til Tansaníu árið 2009. Bresk yfirvöld telja að hann hafi þá gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin al-Shabaab í Sómalíu. Eftir að bresk öryggisyfirvöld höfðu fylgst með honum flúði hann til Kúveit þar sem hann tók upp nýtt nafn, Mohammed al-Ayan. Hélt hann til Sýrlands árið 2013 og gekk þá til liðs við ISIS. Emwazi hlaut viðurnefnið Jihadi John eftir að gísl sem hafði verið í haldi samtakanna og verið sleppt, sagði böðullinn á myndböndunum hafa verið í hópi sem gekk undir nafninu „The Beatles“. Emwazi var svo kallaður John í höfuðið á John Lennon. Emwazi kom fyrst fyrir í myndbandi ISIS í ágúst síðastliðinn þar sem bandaríski blaðamaðurinn James Foley var tekinn af lífi. Hann á einnig að hafa birst í myndböndum þar sem bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff, breski hjálparstarfsmaðurinn David Haines, breski leigubílstjórinn Alan Henning og bandaríski hjálparstarfsmaðurinn Abdul-Rahman Kassig voru teknir af lífi. Í síðasta mánuði kom svo Emwazi aftur fyrir í myndböndum þar sem japönsku gíslarnir Haruna Yukawa og Kenji Goto voru teknir af lífi. Í gömlum skólabókum birtist mynd af Emwazi sem drengur sem finnst snakk gott, hefur gaman af hljómsveitinni S Club 7, PlayStation, auk þess að framtíðardraumur hans sé að leika knattspyrnu með Manchester United. Á fullorðinsárum Emwazi hafa hins vegar nú birst myndbönd af honum, klæddum í svörtum fötum, grímuklæddur og með hníf í hendi, reiðubúinn að skera höfuðið af gíslunum. Bandarísk yfirvöld hafa heitið hverjum þeim sem kemur með upplýsingar sem leiða til handtöku Emwazi tíu milljónir Bandaríkjadala. Mið-Austurlönd Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Á æskuárum sínum hafði Mohammed Emwazi gaman af bandarísku sjónvarpsþáttunum Simpsons og dreymdi um að spila knattspyrnu með Manchester United. Málin þróuðust hins vegar á allt annan veg og nú er Emwazi orðinn að hataðasta manni Bretlandseyja. Breskir fjölmiðlar hafa dregið upp mynd af hinum 27 ára Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. Emwazi fæddist í Kuveit árið 1988 en flutti til Bretlands sex ára gamall þar sem hann ólst upp í North Kensington í London. Hann lærði upplýsingatækni í Westminster-háskóla en á að hafa komist í kynni við íslamska öfgamenn í heimsókn sinni til Tansaníu árið 2009. Bresk yfirvöld telja að hann hafi þá gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin al-Shabaab í Sómalíu. Eftir að bresk öryggisyfirvöld höfðu fylgst með honum flúði hann til Kúveit þar sem hann tók upp nýtt nafn, Mohammed al-Ayan. Hélt hann til Sýrlands árið 2013 og gekk þá til liðs við ISIS. Emwazi hlaut viðurnefnið Jihadi John eftir að gísl sem hafði verið í haldi samtakanna og verið sleppt, sagði böðullinn á myndböndunum hafa verið í hópi sem gekk undir nafninu „The Beatles“. Emwazi var svo kallaður John í höfuðið á John Lennon. Emwazi kom fyrst fyrir í myndbandi ISIS í ágúst síðastliðinn þar sem bandaríski blaðamaðurinn James Foley var tekinn af lífi. Hann á einnig að hafa birst í myndböndum þar sem bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff, breski hjálparstarfsmaðurinn David Haines, breski leigubílstjórinn Alan Henning og bandaríski hjálparstarfsmaðurinn Abdul-Rahman Kassig voru teknir af lífi. Í síðasta mánuði kom svo Emwazi aftur fyrir í myndböndum þar sem japönsku gíslarnir Haruna Yukawa og Kenji Goto voru teknir af lífi. Í gömlum skólabókum birtist mynd af Emwazi sem drengur sem finnst snakk gott, hefur gaman af hljómsveitinni S Club 7, PlayStation, auk þess að framtíðardraumur hans sé að leika knattspyrnu með Manchester United. Á fullorðinsárum Emwazi hafa hins vegar nú birst myndbönd af honum, klæddum í svörtum fötum, grímuklæddur og með hníf í hendi, reiðubúinn að skera höfuðið af gíslunum. Bandarísk yfirvöld hafa heitið hverjum þeim sem kemur með upplýsingar sem leiða til handtöku Emwazi tíu milljónir Bandaríkjadala.
Mið-Austurlönd Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira