Nýr Volkswagen á milli Passat og Phaeton Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2015 15:46 Nýr Volkswagen coupe tilraunabíll. Á bílasýningunni í Genf sem er að fara að hefjast mun Volkswagen sýna þennan nýja og laglega bíl, en hann er mitt á milli Volkswagen Passat og flaggskipsins Volkswagen Phaeton að stærð. Volkswagen segir að mjög líklegt sé að þessi bíll verði að framleiðslubíl. Volkswagen hefur áður komið fram með bíl sem er stærri en Passat og fékk hann nafnið Passat CC. Síðar breytti Volkswagen nafninu í bara CC til að aðgreina hann meira frá Passat, en hann hefur aldrei selst í miklu magni. Fyrir um áratug ætlaði Volkswagen að ganga lengra og smíða stærri bíl í samstarfi með Maserati og átti hann að fá undirvagn frá Maserati. Hætt var við þau áform. Nú er komið að því að taka þessa hugmynd örlitlu lengra með þessum nýja bíl, sem er eins og CC bílinn með flötu coupe-lagi. Ári laglegur bíll frá Volkswagen. Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent
Á bílasýningunni í Genf sem er að fara að hefjast mun Volkswagen sýna þennan nýja og laglega bíl, en hann er mitt á milli Volkswagen Passat og flaggskipsins Volkswagen Phaeton að stærð. Volkswagen segir að mjög líklegt sé að þessi bíll verði að framleiðslubíl. Volkswagen hefur áður komið fram með bíl sem er stærri en Passat og fékk hann nafnið Passat CC. Síðar breytti Volkswagen nafninu í bara CC til að aðgreina hann meira frá Passat, en hann hefur aldrei selst í miklu magni. Fyrir um áratug ætlaði Volkswagen að ganga lengra og smíða stærri bíl í samstarfi með Maserati og átti hann að fá undirvagn frá Maserati. Hætt var við þau áform. Nú er komið að því að taka þessa hugmynd örlitlu lengra með þessum nýja bíl, sem er eins og CC bílinn með flötu coupe-lagi. Ári laglegur bíll frá Volkswagen.
Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent