Nýr Kia Sorento frumsýndur í Öskju Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2015 10:12 Nýr Kia Sorento af þriðju kynslóð. Nýr Kia Sorento verður frumsýndur hjá bílaumboðinu Öskju á morgun, laugardag. Þetta er þriðja kynslóð þessa vinsæla jeppa sem hefur reynst afar vel við íslenskar aðstæður. Kia Sorento hefur nú fengið nýtt og staumlínulagaðra útlit og er enn betur búinn en forverinn. Nýr Sorento er einnig stærri og rúmbetri en áður. Jeppinn er með kraftalegan framenda með stærra grilli og lengri vélarhlíf. Afturendinn er með nýtískulegum LED ljósum og útlitið ber það með sér að hafa verið endurhannað frá grunni. Þakið er lægra en axlarlínan hærri sem gefur honum enn sportlegra útlit. Nýr Sorento fékk á dögunum hin virtu alþjóðlegu hönnunarverðlaun iF Design í flokki jeppa og jepplinga fyrir framúrskarandi innri og ytri hönnun. Jeppinn er hannaður í hönnunarstöðvum Kia Motors í Suður-Kóreu, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Nýja kynslóð Kia Sorento er boðin með öflugri en jafnframt sparneytinni 2,2 lítra díselvél sem skilar 200 hestöflum. Eyðslan er aðeins 6,7 lítrar á hundraðið miðað við blandaðan akstur samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Nýr Sorento verður afar vel búinn og fáanlegur með tæknilegum nýjungum m.a. 360° myndavél og búnað sem aðstoðar ökumann að leggja í stæði. Sorento uppfyllir vel mengunar- og öryggisstaðla sem gilda í Evrópu og er því Euro 6-gildur. Jeppinn fékk hæstu einkunn eða fimm stjörnur í öryggisprófunum EuroNCAP. Frumsýningin á Sorento verður kl. 12-16 nk. laugardag hjá bílaumboðinu Öskju, Krókhálsi 11, og verður gestum boðið upp á léttar veitingar. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent
Nýr Kia Sorento verður frumsýndur hjá bílaumboðinu Öskju á morgun, laugardag. Þetta er þriðja kynslóð þessa vinsæla jeppa sem hefur reynst afar vel við íslenskar aðstæður. Kia Sorento hefur nú fengið nýtt og staumlínulagaðra útlit og er enn betur búinn en forverinn. Nýr Sorento er einnig stærri og rúmbetri en áður. Jeppinn er með kraftalegan framenda með stærra grilli og lengri vélarhlíf. Afturendinn er með nýtískulegum LED ljósum og útlitið ber það með sér að hafa verið endurhannað frá grunni. Þakið er lægra en axlarlínan hærri sem gefur honum enn sportlegra útlit. Nýr Sorento fékk á dögunum hin virtu alþjóðlegu hönnunarverðlaun iF Design í flokki jeppa og jepplinga fyrir framúrskarandi innri og ytri hönnun. Jeppinn er hannaður í hönnunarstöðvum Kia Motors í Suður-Kóreu, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Nýja kynslóð Kia Sorento er boðin með öflugri en jafnframt sparneytinni 2,2 lítra díselvél sem skilar 200 hestöflum. Eyðslan er aðeins 6,7 lítrar á hundraðið miðað við blandaðan akstur samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Nýr Sorento verður afar vel búinn og fáanlegur með tæknilegum nýjungum m.a. 360° myndavél og búnað sem aðstoðar ökumann að leggja í stæði. Sorento uppfyllir vel mengunar- og öryggisstaðla sem gilda í Evrópu og er því Euro 6-gildur. Jeppinn fékk hæstu einkunn eða fimm stjörnur í öryggisprófunum EuroNCAP. Frumsýningin á Sorento verður kl. 12-16 nk. laugardag hjá bílaumboðinu Öskju, Krókhálsi 11, og verður gestum boðið upp á léttar veitingar.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent