Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Kristján Már Unnarsson skrifar 24. febrúar 2015 20:42 Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. Það fagnar tíu ára afmæli í ár og óhætt er að segja að það sé að virka vel fyrir samfélagið. Í fyrra komu 20 þúsund gestir og jafnvel núna um hávetur er rennerí af ferðamönnum. „Já, þetta hefur lukkast mjög vel,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Selseturs Íslands, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta hefur svona orðið til þess að þetta svæði hefur markað sér sérstöðu sem selaskoðunarsvæði, bæði á landi og af sjó. Það hefur skipað stórt hlutverk í því að laða ferðamanninn hingað þessa sex kílómetra sem eru af hringveginum,” segir Unnur.Selasetrið er á neðri hæðinni, veitingastaðurinn Sjávarborg verður á efri hæðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Prjónastofan Kidka nýtur góðs af selnum við að selja ullarvörur. „Menn fara náttúrlega út á Vatnsnes að skoða selina. Svo koma þeir hérna við,” segir Kristinn Karlsson, eigandi og framkvæmdastjóri Kidka. „Sumir eru bara að koma til að fá sér ullarpeysu. Þannig að þetta hjálpar allt hvert öðru,” segir Kristinn. Og nú þarf að stækka og auka þjónustuna við ferðamenn. Á efri hæð Selasetursins, í húsnæði í eigu Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, sem staðið hafði autt i áratugi, er verið að innrétta stóran veitingastað sem taka mun 120 manns í sæti. Ferðaþjónustan á Gauksmýri mun reka staðinn. „Það er allavegana mikill ferðamannastraumur hér á Hvammstanga og fyrir Vatnsnes og hér í Húnaþingið,” segir Jóhann Albertsson, ferðaþjónustubóndi á Gauksmýri.Jóhann Albertsson, ferðaþjónustubóndi á Gauksmýri, í húsnæði nýja veitingahússins á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Síðan eru bara sex kílómetrar frá þjóðveginum. Þannig að við vonumst til þess að einhverjir líka leggi lykkju á leið sína og komi hingað út eftir líka,” segir Jóhann. Fjallað var um samfélagið á Hvammstanga í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. Það fagnar tíu ára afmæli í ár og óhætt er að segja að það sé að virka vel fyrir samfélagið. Í fyrra komu 20 þúsund gestir og jafnvel núna um hávetur er rennerí af ferðamönnum. „Já, þetta hefur lukkast mjög vel,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Selseturs Íslands, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta hefur svona orðið til þess að þetta svæði hefur markað sér sérstöðu sem selaskoðunarsvæði, bæði á landi og af sjó. Það hefur skipað stórt hlutverk í því að laða ferðamanninn hingað þessa sex kílómetra sem eru af hringveginum,” segir Unnur.Selasetrið er á neðri hæðinni, veitingastaðurinn Sjávarborg verður á efri hæðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Prjónastofan Kidka nýtur góðs af selnum við að selja ullarvörur. „Menn fara náttúrlega út á Vatnsnes að skoða selina. Svo koma þeir hérna við,” segir Kristinn Karlsson, eigandi og framkvæmdastjóri Kidka. „Sumir eru bara að koma til að fá sér ullarpeysu. Þannig að þetta hjálpar allt hvert öðru,” segir Kristinn. Og nú þarf að stækka og auka þjónustuna við ferðamenn. Á efri hæð Selasetursins, í húsnæði í eigu Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, sem staðið hafði autt i áratugi, er verið að innrétta stóran veitingastað sem taka mun 120 manns í sæti. Ferðaþjónustan á Gauksmýri mun reka staðinn. „Það er allavegana mikill ferðamannastraumur hér á Hvammstanga og fyrir Vatnsnes og hér í Húnaþingið,” segir Jóhann Albertsson, ferðaþjónustubóndi á Gauksmýri.Jóhann Albertsson, ferðaþjónustubóndi á Gauksmýri, í húsnæði nýja veitingahússins á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Síðan eru bara sex kílómetrar frá þjóðveginum. Þannig að við vonumst til þess að einhverjir líka leggi lykkju á leið sína og komi hingað út eftir líka,” segir Jóhann. Fjallað var um samfélagið á Hvammstanga í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26
Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31
Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30
Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03