Hannes: Vitum ekki hvort dúkurinn var til vandræða | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2015 15:15 Hér má sjá leikmenn Grindavíkur og Keflavíkur spila á dúknum umrædda í úrslitaleik kvenna á laugardag. Vísir/Þórdís Inga Hannes Jónsson, formaður KKÍ, segist ekki geta fullyrt hvort að dúkurinn sem KR-ingurinn Pavel Ermolinskij rann á í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni um helgina hafi orsakað fallið eða ekki. „Dúkurinn uppfyllir alla alþjóðlega staðla og er úr sama efni sem hefur verið notað í öðrum körfuboltaleikjum sem og í öðrum íþróttum,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. Pavel missti af lokamínútum bikarúrslitaleiksins sem Stjarnan svo vann eftir æsilegan lokasprett. Hann meiddist eins og sjá má hér neðst í fréttinni eftir að hann rann til á dúknum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að hann gruni að það sé rifa í lærvöðvanum. „Ef ég á að greina mig sjálfur þá er þetta eflaust eitthvað meira en tognun. Ég fann eitthvað gefa sig,“ sagði hann og bætti við: „Ég rann til á þessum dúk sem var undir körfunni. Mér skilst að fleiri hafi lent á því og að þetta hafi verið eitthvert vandamál.“ Hannes segir að það sé í umsjón Reykjavíkurborgar að merkja völlinn í Laugardalshöll eftir öllum þeim kröfum sem gerðar eru til alþjóðlegra viðburða. Þó svo að bikarúrslitin hafi ekki fallið undir þann flokk var þetta síðasti stóri körfuboltaviðburðurinn í Laugardalshöllinni fyrir Smáþjóðaleikana í vor og því vildi KKÍ hafa allt samkvæmt ströngustu kröfum. „En það er okkar ósk hjá KKÍ að það eigi að vera til lakkaður körfuboltavöllur með öllum þeim litum og línum sem þarf til. Við fórum fram á það við Reykjavíkurborg en niðurstaðan var sú að borgin setur dúkinn á fyrir hvern viðburð,“ segir Hannes. „Það er ekki ódýrt og við erum auðvitað þakklátir borginni fyrir aðkomu hennar. Það væri ódýrari lausn ef völlurinn væri merktur með varanlegum hætti.“ Ástæðan fyrir því að ákveðið var að merkja völlinn sérstaklega fyrir hvern viðburð er að Laugardalshöllin er notuð fyrir fleiri íþróttir, svo sem handbolta og blak. Því hafi verið mótmælt að útbúa varanlegan körfuboltavöll á gólf hallarinnar. Pavel var ekki sá eini sam rann til í Laugardalshöllinni á laugardag en þá fóru einnig fram aðrir úrslitaleikir í bikarnum, til dæmis í kvennaflokki og yngri flokkum. „Það voru svo fimm úrslitaleikir á sunnudaginn og við ákváðum að fjarlægja dúkinn ef ske kynni að það væri einhver minnsta slysahætta af honum. En ég get ekkert fullyrt um það enda hefur áður verið spilað á samskonar dúk, bæði í landsleikjum í körfubolta og í öðrum íþróttum.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira
Hannes Jónsson, formaður KKÍ, segist ekki geta fullyrt hvort að dúkurinn sem KR-ingurinn Pavel Ermolinskij rann á í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni um helgina hafi orsakað fallið eða ekki. „Dúkurinn uppfyllir alla alþjóðlega staðla og er úr sama efni sem hefur verið notað í öðrum körfuboltaleikjum sem og í öðrum íþróttum,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. Pavel missti af lokamínútum bikarúrslitaleiksins sem Stjarnan svo vann eftir æsilegan lokasprett. Hann meiddist eins og sjá má hér neðst í fréttinni eftir að hann rann til á dúknum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að hann gruni að það sé rifa í lærvöðvanum. „Ef ég á að greina mig sjálfur þá er þetta eflaust eitthvað meira en tognun. Ég fann eitthvað gefa sig,“ sagði hann og bætti við: „Ég rann til á þessum dúk sem var undir körfunni. Mér skilst að fleiri hafi lent á því og að þetta hafi verið eitthvert vandamál.“ Hannes segir að það sé í umsjón Reykjavíkurborgar að merkja völlinn í Laugardalshöll eftir öllum þeim kröfum sem gerðar eru til alþjóðlegra viðburða. Þó svo að bikarúrslitin hafi ekki fallið undir þann flokk var þetta síðasti stóri körfuboltaviðburðurinn í Laugardalshöllinni fyrir Smáþjóðaleikana í vor og því vildi KKÍ hafa allt samkvæmt ströngustu kröfum. „En það er okkar ósk hjá KKÍ að það eigi að vera til lakkaður körfuboltavöllur með öllum þeim litum og línum sem þarf til. Við fórum fram á það við Reykjavíkurborg en niðurstaðan var sú að borgin setur dúkinn á fyrir hvern viðburð,“ segir Hannes. „Það er ekki ódýrt og við erum auðvitað þakklátir borginni fyrir aðkomu hennar. Það væri ódýrari lausn ef völlurinn væri merktur með varanlegum hætti.“ Ástæðan fyrir því að ákveðið var að merkja völlinn sérstaklega fyrir hvern viðburð er að Laugardalshöllin er notuð fyrir fleiri íþróttir, svo sem handbolta og blak. Því hafi verið mótmælt að útbúa varanlegan körfuboltavöll á gólf hallarinnar. Pavel var ekki sá eini sam rann til í Laugardalshöllinni á laugardag en þá fóru einnig fram aðrir úrslitaleikir í bikarnum, til dæmis í kvennaflokki og yngri flokkum. „Það voru svo fimm úrslitaleikir á sunnudaginn og við ákváðum að fjarlægja dúkinn ef ske kynni að það væri einhver minnsta slysahætta af honum. En ég get ekkert fullyrt um það enda hefur áður verið spilað á samskonar dúk, bæði í landsleikjum í körfubolta og í öðrum íþróttum.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira