Yfirlýsing frá forsætisráðuneytinu: Ekki tíðkast að forsætisráðherra komi að fundum milli einstakra fyrirtækja Stefán Árni Pálsson skrifar 24. febrúar 2015 13:06 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. vísir/daníel Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta í vikunni af fyrirspurn sem barst forsætisráðuneytinu frá Epli, umboðsaðila tölvurisans Apple hér á landi varðandi aðstoð við að semja við Apple um byggingu gagnavers á Íslandi, var aldrei svarað. Apple aflaði sér á sínum tíma upplýsinga um Ísland en tilkynnti í gærmorgun að það muni byggja 120 milljarða króna gagnaver í Danmörku. Í yfirlýsingunni segir að í mars 2014 hafi fyrirtækið Skakkiturn ehf. sent tölvupóst til forsætisráðuneytisins þar sem óskað var eftir aðstoð forsætisráðherra við að koma á fundi milli Skakkaturns ehf. og Apple Inc. í Bandaríkjunum. Skakkiturn ehf. er viðurkenndur söluaðili hér á landi á tölvubúnaði frá Apple og rekur verslanir undir heitinu Epli.Sjá einnig: Svöruðu ekki beiðni um að aðstoða við Apple-samning „Í tölvupóstinum óskaði starfsmaður Skakkaturns ehf. eftir aðstoð forsætisráðherra við að koma á fundi milli ráðamanna Apple og forsvarsmanna Skakkaturns ehf. Í tölvupóstinum kom fram að forsvarsmenn Skakkaturns ehf. hefðu verið í sambandi við fólk í höfuðstöðvum Apple, sem væri reiðubúið að koma á fundi ef forsætisráðherra hugnaðist að heimsækja höfuðstöðvar Apple í Kaliforníu.“ Forsætisráðherra sinnir árlega fjölda erinda frá innlendum og erlendum aðilum til að liðka fyrir fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu hér á landi. Enn fremur kemur fram í yfirlýsingunni að ekki hafi tíðkast að forsætisráðherra ferðist sérstaklega milli landa til að koma á fundum milli einstakra fyrirtækja og því taldi ráðuneytið að ekki væri hægt að verða við ósk starfsmanns Skakkaturns ehf. „Ráðuneytið harmar að tölvupóstinum frá Skakkaturni ehf. hafi ekki verið svarað og kannar nú ástæður þess.“Pósturinn ekki sendur á Íslandsstofu Ráðuneytið vill að gefnu tilefni benda á, að Fjárfestingasvið Íslandsstofu sinnir hundruðum fyrirspurna frá erlendum fjárfestum á hverju ári, fær heimsóknir erlendis frá og kynnir Ísland fyrir erlendum aðilum. „Á síðasta ári átti Íslandsstofa 47 fundi erlendis vegna gagnavera og sex erlendar sendinefndir komu til Íslands til að kynna sér aðstæður. Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Íslandsstofa m.a. verið í beinu sambandi við Apple. Rétt er að ítreka að umræddur tölvupóstur frá starfsmanni Skakkaturns ehf. var ekki sendur til Íslandsstofu,“ segir í tilkynningunni. Tækni Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta í vikunni af fyrirspurn sem barst forsætisráðuneytinu frá Epli, umboðsaðila tölvurisans Apple hér á landi varðandi aðstoð við að semja við Apple um byggingu gagnavers á Íslandi, var aldrei svarað. Apple aflaði sér á sínum tíma upplýsinga um Ísland en tilkynnti í gærmorgun að það muni byggja 120 milljarða króna gagnaver í Danmörku. Í yfirlýsingunni segir að í mars 2014 hafi fyrirtækið Skakkiturn ehf. sent tölvupóst til forsætisráðuneytisins þar sem óskað var eftir aðstoð forsætisráðherra við að koma á fundi milli Skakkaturns ehf. og Apple Inc. í Bandaríkjunum. Skakkiturn ehf. er viðurkenndur söluaðili hér á landi á tölvubúnaði frá Apple og rekur verslanir undir heitinu Epli.Sjá einnig: Svöruðu ekki beiðni um að aðstoða við Apple-samning „Í tölvupóstinum óskaði starfsmaður Skakkaturns ehf. eftir aðstoð forsætisráðherra við að koma á fundi milli ráðamanna Apple og forsvarsmanna Skakkaturns ehf. Í tölvupóstinum kom fram að forsvarsmenn Skakkaturns ehf. hefðu verið í sambandi við fólk í höfuðstöðvum Apple, sem væri reiðubúið að koma á fundi ef forsætisráðherra hugnaðist að heimsækja höfuðstöðvar Apple í Kaliforníu.“ Forsætisráðherra sinnir árlega fjölda erinda frá innlendum og erlendum aðilum til að liðka fyrir fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu hér á landi. Enn fremur kemur fram í yfirlýsingunni að ekki hafi tíðkast að forsætisráðherra ferðist sérstaklega milli landa til að koma á fundum milli einstakra fyrirtækja og því taldi ráðuneytið að ekki væri hægt að verða við ósk starfsmanns Skakkaturns ehf. „Ráðuneytið harmar að tölvupóstinum frá Skakkaturni ehf. hafi ekki verið svarað og kannar nú ástæður þess.“Pósturinn ekki sendur á Íslandsstofu Ráðuneytið vill að gefnu tilefni benda á, að Fjárfestingasvið Íslandsstofu sinnir hundruðum fyrirspurna frá erlendum fjárfestum á hverju ári, fær heimsóknir erlendis frá og kynnir Ísland fyrir erlendum aðilum. „Á síðasta ári átti Íslandsstofa 47 fundi erlendis vegna gagnavera og sex erlendar sendinefndir komu til Íslands til að kynna sér aðstæður. Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Íslandsstofa m.a. verið í beinu sambandi við Apple. Rétt er að ítreka að umræddur tölvupóstur frá starfsmanni Skakkaturns ehf. var ekki sendur til Íslandsstofu,“ segir í tilkynningunni.
Tækni Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira