Stöðvaðu skvörtið sigga dögg skrifar 24. febrúar 2015 09:00 Vísir/Getty G-bletturinn hefur lengi verið afar umdeildur. Honum er gjarnan lýst sem svampkenndum vef á framvegg legganganna um þremur sentímetrum inn fyrir leggangaopið. Það eru kenningar uppi um að g-bletturinn sé tengdur snípnum og því geti örvun á honum þótt ánægjuleg. Við örvun á g-blettinum er mikilvægt að örva snípinn á undan og á meðan g-bletturinn er örvaður. Viðkomandi þarf að vera afslöppuð og kynferðislega æst. Þessi örvun getur leitt til fullnægingar og henni getur fylgt vökvi. Þessi vökvi hefur verið rannsakaður en sumir telja vökvann koma frá þvagrásinni eða kirtli þar um kring og segja hann vera glæran eða mjólkurlitaðann og lyktarlausan og því ólíkur þvagi. Vökvinn sem getur komið við örvun g-bletts kallast saflát á íslensku, female ejaculation á ensku og skvörting í klámi. Sumar konur sem finna fyrir g-blett og örva hann í kynferðislegum tilgangi kæra sig ekki um að upplifa saflát, bæði vegna magn vökvans en einnig vegna þeim líður eins og þær þurfi að pissa. Saflát verkar því öfugt við grindarbotnsæfingar þar sem hvatt er til að draga vöðvann inn í leggöng og herpa saman því við örvun g-bletts er hvatt til að ýta á móti. Ef þú upplifar saflát og vilt draga úr því þá er um að gera að lesa áhugaverða grein frá vefsíðu Betty Dodson og gera grindarbotnsvöðvaæfingar. Heilsa Tengdar fréttir Kom smá þvag þegar þú hlóst? Sterkur grindarbotnsvöðvi getur skipt sköpum fyrir heilsu kynfæranna 25. júní 2014 09:45 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið
G-bletturinn hefur lengi verið afar umdeildur. Honum er gjarnan lýst sem svampkenndum vef á framvegg legganganna um þremur sentímetrum inn fyrir leggangaopið. Það eru kenningar uppi um að g-bletturinn sé tengdur snípnum og því geti örvun á honum þótt ánægjuleg. Við örvun á g-blettinum er mikilvægt að örva snípinn á undan og á meðan g-bletturinn er örvaður. Viðkomandi þarf að vera afslöppuð og kynferðislega æst. Þessi örvun getur leitt til fullnægingar og henni getur fylgt vökvi. Þessi vökvi hefur verið rannsakaður en sumir telja vökvann koma frá þvagrásinni eða kirtli þar um kring og segja hann vera glæran eða mjólkurlitaðann og lyktarlausan og því ólíkur þvagi. Vökvinn sem getur komið við örvun g-bletts kallast saflát á íslensku, female ejaculation á ensku og skvörting í klámi. Sumar konur sem finna fyrir g-blett og örva hann í kynferðislegum tilgangi kæra sig ekki um að upplifa saflát, bæði vegna magn vökvans en einnig vegna þeim líður eins og þær þurfi að pissa. Saflát verkar því öfugt við grindarbotnsæfingar þar sem hvatt er til að draga vöðvann inn í leggöng og herpa saman því við örvun g-bletts er hvatt til að ýta á móti. Ef þú upplifar saflát og vilt draga úr því þá er um að gera að lesa áhugaverða grein frá vefsíðu Betty Dodson og gera grindarbotnsvöðvaæfingar.
Heilsa Tengdar fréttir Kom smá þvag þegar þú hlóst? Sterkur grindarbotnsvöðvi getur skipt sköpum fyrir heilsu kynfæranna 25. júní 2014 09:45 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið
Kom smá þvag þegar þú hlóst? Sterkur grindarbotnsvöðvi getur skipt sköpum fyrir heilsu kynfæranna 25. júní 2014 09:45
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög