Þróun í rétta átt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. febrúar 2015 20:38 Ef þú ætlar að spila hinn frábæra Evolve, notaðu hljóðnemann. VÍSIR/TURTLEROCK Leikjahönnuðirnir hjá Turtle Rock Studios kunna að búa til tölvuleiki. Þeir sönnuðu það með Left 4 Dead, einum besta fjölspilunarleik fyrr og síðar. Áherslan á samskipti spilara er einnig í Evolve en hér gengur framleiðandinn skrefinu lengra. Spilarinn velur milli fjögurra flokka veiðimanna elta skrímslið á fjarlægri plánetu. Flokkarnir eru afar fjölbreyttir. Hver og einn er ómissandi ef markmiðið er að drepa skrímslið. Þannig er samstarf spilara nauðsynlegt. Spilarinn getur síðan valið að stjórna skrímslinu og um leið breytist Evolve í sataníska útgáfu af Pacman. Skrímslið drepur og étur til að komast á næsta stig þróunar. Þegar 3. stigi er náð er skrímslið nánast ósigrandi. Spilunin er frábær og sömuleiðis hönnun umhverfisins og borðanna. Sagan er þó varla til staðar sem er miður og óheyrilegt framboð af niðurhalsefni (DLC) við útgáfu er síðan hálfgerð móðgun við spilara. Stóra vandamálið aftur á móti er mannlegi þátturinn. Afar fáir spilarar nota hljóðnemann, örfáir í raun og um leið hrynja samskipti spilara. Ef þú ætlar að spila hinn frábæra Evolve, notaðu hljóðnemann. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Leikjahönnuðirnir hjá Turtle Rock Studios kunna að búa til tölvuleiki. Þeir sönnuðu það með Left 4 Dead, einum besta fjölspilunarleik fyrr og síðar. Áherslan á samskipti spilara er einnig í Evolve en hér gengur framleiðandinn skrefinu lengra. Spilarinn velur milli fjögurra flokka veiðimanna elta skrímslið á fjarlægri plánetu. Flokkarnir eru afar fjölbreyttir. Hver og einn er ómissandi ef markmiðið er að drepa skrímslið. Þannig er samstarf spilara nauðsynlegt. Spilarinn getur síðan valið að stjórna skrímslinu og um leið breytist Evolve í sataníska útgáfu af Pacman. Skrímslið drepur og étur til að komast á næsta stig þróunar. Þegar 3. stigi er náð er skrímslið nánast ósigrandi. Spilunin er frábær og sömuleiðis hönnun umhverfisins og borðanna. Sagan er þó varla til staðar sem er miður og óheyrilegt framboð af niðurhalsefni (DLC) við útgáfu er síðan hálfgerð móðgun við spilara. Stóra vandamálið aftur á móti er mannlegi þátturinn. Afar fáir spilarar nota hljóðnemann, örfáir í raun og um leið hrynja samskipti spilara. Ef þú ætlar að spila hinn frábæra Evolve, notaðu hljóðnemann.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira