Meðal þeirra sem fengu að afhenda verðlaun voru Steindi Jr. og Saga Garðars. Frægt er þegar þau fóru í sleik á sviðinu á sömu hátíð árið 2013 þegar þau höfðu lokið við að afhenda verðlaun fyrir kvikmyndatöku ársins.
Nú lofuðu þau að stela ekki senunni og stóðu við orð sín. Eða svona því sem næst. Þau vilja allavega ekki meina að atvikið sem átti sér stað, eftir að verðlaun fyrir búninga ársins höfðu verið afhent, hafi verið á þeirra vegum.