Sjálflýsandi Nissan Leaf Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2015 12:39 Nissan í Evrópu hefur í tilraunaskyni þróað sjálflýsandi bílalakk í samstarfi við Hamish Scott. Framtakið er liður í því að vekja athygli á ýmsum orkusparandi aðgerðum sem eigendur Leaf í Bretlandi geta leyft sér vegna þess sparnaðar í útgjöldum sem Leaf færir þeim. Bílalakkið frá Nissan er hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem er alfarið búið til úr náttúrulegum efnum og er 100% umhverfisvænt. Væri það sett á markað myndu sjálflýsandi eiginleikar þess endast í 25 ár. Samkvæmt frétt frá Nissan er rekstrarkostnaður Leaf aðeins um 2 pens á hverja ekna mílu. Það hefur leitt til aukins kaupmáttar bíleigendanna og gert þeim kleift að fjárfesta í enn fleiri orskusparandi aðgerðum. Hafa t.d. margir fengið sér sólarrafhlöður til að lækka orkureikning heimilisins. Í Bretlandi eru rúmlega 7.500 Nissan Leaf í umferðinni og fer þeim hratt fjölgandi. Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent
Nissan í Evrópu hefur í tilraunaskyni þróað sjálflýsandi bílalakk í samstarfi við Hamish Scott. Framtakið er liður í því að vekja athygli á ýmsum orkusparandi aðgerðum sem eigendur Leaf í Bretlandi geta leyft sér vegna þess sparnaðar í útgjöldum sem Leaf færir þeim. Bílalakkið frá Nissan er hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem er alfarið búið til úr náttúrulegum efnum og er 100% umhverfisvænt. Væri það sett á markað myndu sjálflýsandi eiginleikar þess endast í 25 ár. Samkvæmt frétt frá Nissan er rekstrarkostnaður Leaf aðeins um 2 pens á hverja ekna mílu. Það hefur leitt til aukins kaupmáttar bíleigendanna og gert þeim kleift að fjárfesta í enn fleiri orskusparandi aðgerðum. Hafa t.d. margir fengið sér sólarrafhlöður til að lækka orkureikning heimilisins. Í Bretlandi eru rúmlega 7.500 Nissan Leaf í umferðinni og fer þeim hratt fjölgandi.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent