Mitsubishi og Peugeot-Citroën loka í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2015 11:43 Verksmiðju Mitsubishi og Peugeot-Citroën í Rússlandi hefur nú verið lokað tímabundið. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur loka nú verksmiðjum sínum í Rússlandi, tímabundið eða alfarið. Það er hinn slæmi efnahagur þarlendis sem veldur dræmri sölu bíla. Nú hafa Mitsubishi og Peugeot-Citroën bæst í þann hóp og ætla að loka a.m.k. í nokkrar vikur. Bílasalan hjá Peugeot-Citroën svo að segja hrundi í janúar í Rússlandi og féll um 75%. Fyrirtækið seldi aðeins 898 bíla í þessum mánuði. Ekki gekk alveg eins illa hjá Mitsubishi en salan minnkaði engu að síður um 32% og nam 3.220 bílum. Í heildina féll bílasala í Rússlandi um 24% í janúar. Mitsubishi og Peugeot-Citroën framleiða bíla í sameiginlegri verksmiðju í Kaluga, 180 km suðvestur af Moskvu, og opnaði þessi verksmiðja árið 2012. Á þeim tíma var því spáð að bílasala í Rússlandi færi brátt fram úr bílasölu í Þýskalandi og tæki með því forystu sem mesta bílasöluland Evrópu. Sú hefur þó ekki orðið raunin og efnahagslægðin í Rússlandi, stríðsbröltið í Úkraínu og viðskiptaþvinganir í kjölfar þess hefur minnkað svo mjög bílasölu að hver framleiðandinn á fætur öðrum hefur stöðvað eða minnkað mjög framleiðslu sína. Verksmiðja Mitsubishi og Peugeot-Citroën getur framleitt 125.000 bíla ári en þar voru aðeins framleiddir 21.800 bílar árið 2013 og enn færri nú. Bílarnir Citroën C4 og Peugeot 408 eru framleiddir í Kaluga, sem og Mitsubishi Pajero Sport og Outlander. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent
Fleiri og fleiri bílaframleiðendur loka nú verksmiðjum sínum í Rússlandi, tímabundið eða alfarið. Það er hinn slæmi efnahagur þarlendis sem veldur dræmri sölu bíla. Nú hafa Mitsubishi og Peugeot-Citroën bæst í þann hóp og ætla að loka a.m.k. í nokkrar vikur. Bílasalan hjá Peugeot-Citroën svo að segja hrundi í janúar í Rússlandi og féll um 75%. Fyrirtækið seldi aðeins 898 bíla í þessum mánuði. Ekki gekk alveg eins illa hjá Mitsubishi en salan minnkaði engu að síður um 32% og nam 3.220 bílum. Í heildina féll bílasala í Rússlandi um 24% í janúar. Mitsubishi og Peugeot-Citroën framleiða bíla í sameiginlegri verksmiðju í Kaluga, 180 km suðvestur af Moskvu, og opnaði þessi verksmiðja árið 2012. Á þeim tíma var því spáð að bílasala í Rússlandi færi brátt fram úr bílasölu í Þýskalandi og tæki með því forystu sem mesta bílasöluland Evrópu. Sú hefur þó ekki orðið raunin og efnahagslægðin í Rússlandi, stríðsbröltið í Úkraínu og viðskiptaþvinganir í kjölfar þess hefur minnkað svo mjög bílasölu að hver framleiðandinn á fætur öðrum hefur stöðvað eða minnkað mjög framleiðslu sína. Verksmiðja Mitsubishi og Peugeot-Citroën getur framleitt 125.000 bíla ári en þar voru aðeins framleiddir 21.800 bílar árið 2013 og enn færri nú. Bílarnir Citroën C4 og Peugeot 408 eru framleiddir í Kaluga, sem og Mitsubishi Pajero Sport og Outlander.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent