Sykurmolarnir hlutu heiðursverðlaunin Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. febrúar 2015 22:00 Sykurmolarnir á tónleikum. Vísir/GVA Sykurmolarnir hlutu heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna nú rétt í þessu. Hljómsveitin var stofnuð 1986 og náði heimsfrægð. Í rökstuðningi dómnefndar segir að fyrir rúmlega aldarfjórðungi hafi komið saman í Reykjavík skáld og tónlistarmenn og stofnað útgáfufélag sem átti eftir að hafa mikil áhrif í íslenskri tónlistarsögu. Þetta útgáfufélag hét Smekkleysa SM og uppúr Smekkleysu kom hljómsveit sem hafði mun meiri áhrif en vinsældir hennar hér heima fyrir bentu til í byrjun. Hljómsveitin var Sykurmolarnir, náði heimsfrægð og ruddi þannig braut sem fjölmargar íslenskar hljómsveitir hafa fetað upp frá því. Útgáfufélagið Smekkleysa hefur markað djúp spor í íslenska menningarsögu og komið fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum á framfæri. Meðlimir Sykurmolanna hafa allir haldið áfram að auðga íslenskt menningarlíf. Björk Guðmundsdóttir söngkona var ekki viðstödd verðlaunaafhendinguna en þau Margrét Örnólfsdóttir, Einar Örn Benediktsson, Sigtryggur Baldursson, Þór Eldon, og Bragi Ólafsson tóku við verðlaununum. Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Sykurmolarnir hlutu heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna nú rétt í þessu. Hljómsveitin var stofnuð 1986 og náði heimsfrægð. Í rökstuðningi dómnefndar segir að fyrir rúmlega aldarfjórðungi hafi komið saman í Reykjavík skáld og tónlistarmenn og stofnað útgáfufélag sem átti eftir að hafa mikil áhrif í íslenskri tónlistarsögu. Þetta útgáfufélag hét Smekkleysa SM og uppúr Smekkleysu kom hljómsveit sem hafði mun meiri áhrif en vinsældir hennar hér heima fyrir bentu til í byrjun. Hljómsveitin var Sykurmolarnir, náði heimsfrægð og ruddi þannig braut sem fjölmargar íslenskar hljómsveitir hafa fetað upp frá því. Útgáfufélagið Smekkleysa hefur markað djúp spor í íslenska menningarsögu og komið fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum á framfæri. Meðlimir Sykurmolanna hafa allir haldið áfram að auðga íslenskt menningarlíf. Björk Guðmundsdóttir söngkona var ekki viðstödd verðlaunaafhendinguna en þau Margrét Örnólfsdóttir, Einar Örn Benediktsson, Sigtryggur Baldursson, Þór Eldon, og Bragi Ólafsson tóku við verðlaununum.
Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira