Loksins, loksins: Mayweather og Pacquiao munu berjast Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 11:30 Það er komið að því! vísir/getty Eftir fimm ára rifrildi milli Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquiao er loksins orðið ljóst að kapparnir munu berjast.Daily Mail greinir frá því í dag að bardaginn fari fram 2. maí í Las Vegas en bara sé beðið eftir því að Mayweather tilkynni að hann ætli loks að berjast við Pacquiao. Þeir félagarnir fá samtals 250 milljón dali fyrir bardagann eða 33 milljarða króna. Þetta er sá bardagi sem allir hnefaleikaáhugamenn hafa beðið eftir í mörg ár. Mayweather er enn ósigraður eftir 47 bardaga og heldur þremur af fjórum veltivigtarbeltunum. Pacquiao er eini maðurinn sem hefur orðið heimsmeistari í átta þyngdarflokkum og er handhafi WBO-heimsmeistaratitilsins í veltivigt. Ekki nóg með að þeir berjist einu sinni heldur er talið að hvernig sem fari muni kapparnir mætast öðru sinni og fá þá 300 milljón dali samtals í sinn hlut eða tæpa 40 milljarða króna. Bardakapparnir voru víst búnir að samþykkja að berjast fyrir nokkrum vikum, en síðasta deilumálið var á milli sjónvarpsstöðvanna Showtime og HBO. Showtime er með samning við Mayweather en HBO við Pacquiao. Þær hafa sannmælst um að sýna báðar bardagann beint en síðasta deilumálið var hvor stöðin fengi að endursýna bardagann fyrst. Það mál er nú leyst. Búist er við að bardaginn muni kosta sjónvarpsáhorfendur í Bandaríkjunum 100 dali eða 13 þúsund krónur. Íþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Eftir fimm ára rifrildi milli Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquiao er loksins orðið ljóst að kapparnir munu berjast.Daily Mail greinir frá því í dag að bardaginn fari fram 2. maí í Las Vegas en bara sé beðið eftir því að Mayweather tilkynni að hann ætli loks að berjast við Pacquiao. Þeir félagarnir fá samtals 250 milljón dali fyrir bardagann eða 33 milljarða króna. Þetta er sá bardagi sem allir hnefaleikaáhugamenn hafa beðið eftir í mörg ár. Mayweather er enn ósigraður eftir 47 bardaga og heldur þremur af fjórum veltivigtarbeltunum. Pacquiao er eini maðurinn sem hefur orðið heimsmeistari í átta þyngdarflokkum og er handhafi WBO-heimsmeistaratitilsins í veltivigt. Ekki nóg með að þeir berjist einu sinni heldur er talið að hvernig sem fari muni kapparnir mætast öðru sinni og fá þá 300 milljón dali samtals í sinn hlut eða tæpa 40 milljarða króna. Bardakapparnir voru víst búnir að samþykkja að berjast fyrir nokkrum vikum, en síðasta deilumálið var á milli sjónvarpsstöðvanna Showtime og HBO. Showtime er með samning við Mayweather en HBO við Pacquiao. Þær hafa sannmælst um að sýna báðar bardagann beint en síðasta deilumálið var hvor stöðin fengi að endursýna bardagann fyrst. Það mál er nú leyst. Búist er við að bardaginn muni kosta sjónvarpsáhorfendur í Bandaríkjunum 100 dali eða 13 þúsund krónur.
Íþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira