Hefur árangurslaust reynt að gefa rektor málverk af píku Birgir Olgeirsson skrifar 9. mars 2015 15:30 Stefanía Pálsdóttir með verkið sem hún málið sem mótvægi við öllum listaverkunum af berrössuðum körlum í Háskóla Íslands. Vísir/GVA Heimspekineminn Stefanía Pálsdóttir hefur árangurslaust reynt að afhenda rektor Háskóla Íslands málverk af píku undanfarnar vikur. Stefanía hafði í fyrstu ætlað sér að skrifa grein í Stúdentablaðið til að vekja athygli á fjölda listaverka af berrössuðum karlmönnum í Háskóla Íslands, og þar af leiðandi typpum, og hversu lítið fer fyrir nöktum kvenmönnum. „Ég ætlaði fyrst að skrifa greinina fallus á campus en síðan langaði mig svo mikið að mála mynd af píku og gefa þeim. Þannig að planið breyttist aðeins og ég málaði mynd og ætlaði að afhenda rektor en það gekk ekki. Við höfum reynt að fara með verkið til þeirra í svolítinn tíma núna. Ég reyndi fyrst í janúar,“ segir Stefanía í samtali við Vísi um málið.Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Anton Brink.Greint var fyrst frá málinu í Stúdentablaðinu en þar sagði Stefanía frá þeirri stundu þegar hún mætti með verkið á skrifstofu rektors en þar virtust skrifstofudömurnar fara hjá sér að sögn Stefaníu. Hún sagði Kristínu Ingólfsdóttur rektor hafa séð verkið og þakkað henni fyrir að hugsa hlýlega til skólans. Kristín greindi Stefaníu síðan frá því að hún þyrfti að drífa sig á fund en tók ekki við gjöfinni og hefur ekki enn veitt gjöfinni viðtöku rúmum tveimur mánuðum síðar. Ekki náðist í Kristínu við vinnslu þessarar fréttar en samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu rektors þá hefur verið mikið annríki hjá rektor síðastliðnar vikur og því ekki tekist að afgreiða málið. Stefanía segist hissa á því að fólk fari hjá sér þegar það sér verkið hennar og bendir á að rúmlega helmingur landsmanna er með píku. „Við erum öll með kynfæri, hversu mikla blygðunarkennd er hægt að hafa?,“ segir Stefanía sem ætlar halda áfram að reyna að gefa Háskóla Íslands þessa gjöf. Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Heimspekineminn Stefanía Pálsdóttir hefur árangurslaust reynt að afhenda rektor Háskóla Íslands málverk af píku undanfarnar vikur. Stefanía hafði í fyrstu ætlað sér að skrifa grein í Stúdentablaðið til að vekja athygli á fjölda listaverka af berrössuðum karlmönnum í Háskóla Íslands, og þar af leiðandi typpum, og hversu lítið fer fyrir nöktum kvenmönnum. „Ég ætlaði fyrst að skrifa greinina fallus á campus en síðan langaði mig svo mikið að mála mynd af píku og gefa þeim. Þannig að planið breyttist aðeins og ég málaði mynd og ætlaði að afhenda rektor en það gekk ekki. Við höfum reynt að fara með verkið til þeirra í svolítinn tíma núna. Ég reyndi fyrst í janúar,“ segir Stefanía í samtali við Vísi um málið.Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Anton Brink.Greint var fyrst frá málinu í Stúdentablaðinu en þar sagði Stefanía frá þeirri stundu þegar hún mætti með verkið á skrifstofu rektors en þar virtust skrifstofudömurnar fara hjá sér að sögn Stefaníu. Hún sagði Kristínu Ingólfsdóttur rektor hafa séð verkið og þakkað henni fyrir að hugsa hlýlega til skólans. Kristín greindi Stefaníu síðan frá því að hún þyrfti að drífa sig á fund en tók ekki við gjöfinni og hefur ekki enn veitt gjöfinni viðtöku rúmum tveimur mánuðum síðar. Ekki náðist í Kristínu við vinnslu þessarar fréttar en samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu rektors þá hefur verið mikið annríki hjá rektor síðastliðnar vikur og því ekki tekist að afgreiða málið. Stefanía segist hissa á því að fólk fari hjá sér þegar það sér verkið hennar og bendir á að rúmlega helmingur landsmanna er með píku. „Við erum öll með kynfæri, hversu mikla blygðunarkennd er hægt að hafa?,“ segir Stefanía sem ætlar halda áfram að reyna að gefa Háskóla Íslands þessa gjöf.
Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira