Erlent

Bað fjölskyldu sína afsökunar

Samúel Karl Ólason skrifar
Mohammed Emwazi.
Mohammed Emwazi. Vísir/AFP
Mohammed Emwazi, sem flestir þekkja sem Jihadi John böðul Íslamska ríkisins, hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á að hafa valdið þeim skömm. Hann sér þó ekki eftir því að hafa myrt gísla Íslamska ríkisins. Hann er sagður hafa komið skilaboðum frá Sýrlandi til fjölskyldu sinnar, sem hefur farið í felur.

Á vef Independent segir að Emwazi hafi beðist afsökunar á þeim „vandamálum“ sem fylgt hafa opinberun hans sem böðuls ISIS.

Washington Post voru fyrstir til að segja frá því að Emwazi væri Jihadi John, í lok febrúar. Foreldrar hans eru frá Írak og fluttu til Bretlands árið 1994. Faðir Emwazi kallaði son sinn „hryðjuverkamann“ og „hund“ í síðustu viku. Nú virðist hann þó hafa dregið í land og segir að það sé ekki víst að sonur sinn sé í raun jihadi John.




Tengdar fréttir

„Jihadi John“ nafngreindur

Bresk yfirvöld segja grímuklædda manninn í aftökumyndböndum ISIS vera Mohammed Emwazi frá London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×