Íslenski boltinn

Bjarni hafði betur gegn gömlu lærisveinunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þorsteinn Már Ragnarsson í leik gegn Fram í fyrra. Framararnir á myndinni eru farnir í önnur lið.
Þorsteinn Már Ragnarsson í leik gegn Fram í fyrra. Framararnir á myndinni eru farnir í önnur lið. vísir/daníel
KR er komið á blað í riðli 2 í Lengjubikar karla í fótbolta, en liðið vann Fram, 1-0, í Egilshöllinni í kvöld.

Þetta er fyrsti sigur KR í Lengjubikarnum, en það byrjaði á tveimur tapleikjum gegn Víkingi og Fjölni.

Eina mark leiksins skoraði Þorsteinn Már Ragnarsson í fyrri hálfleik, en KR stillti upp firnasterku liði í kvöld.

Danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen var í hjarta varnarinnar ásamt Skúla Jóni Friðgeirssyni og þá var danski kantmaðurinn Sören Frederiksen mættur til leiks.

Pálmi Rafn Pálmasson spilaði sinn fyrsta leik fyrir KR í kvöld og bar fyrirliðabandið, en Hörður Fannar Björgvinsson, sem varði mark Fram í nokkrum leikjum á síðustu leiktíð, var í marki KR.

Bjarni Guðjónsson, sem þjálfar KR, var vitaskuld þjálfari Fram í Pepsi-deildinni í fyrra og fór með liðið niður í 1. deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×