Ekki hvarflað að lögreglustjóranum að segja af sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2015 09:38 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri. Vísir/Stefán „Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um þetta mál að undanförnu, bæði réttmætt og annað beinlínis rangt. Ég hef lært mikið af þessu ferli en það hefur ekki hvarflað að mér að segja af mér embætti,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali við Morgunblaðið í dag. Lögreglustjórinn segist fegin að niðurstaða Persónuverndar liggi fyrir vegna athugunar hennar á greinargerð sem hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra. Sigríður Björk var þá lögreglustjóri á Suðurnesjum. Greinargerðin varðaði mál hælisleitandans Tony Omos og fleiri aðila. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk hefði brotið gegn lögum um persónuvernd og meðferð upplýsinga þegar hún lét Gísla Frey fá umrædda greinargerð. Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. Gísli Freyr var nokkrum mánuðum síðar dæmdur fyrir lekann sem hann viðurkenndi eftir að hafa fyrst neitað. Sigríður Björk var færð til í starfi og ráðinn lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu eftir að Stefán Eiríksson hætti í því starfi. Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt samskipti Hönnu Birnu við Stefán harðlega í skýrslu sem birt var nýverið. Staðan var ekki auglýst heldur skipaði Hanna Birna Sigríði sem nýjan lögreglustjóra. Hún gegnir þeirri stöðu í dag. Í kjölfar þess að Persónuvernd skilaði niðurstöðu sinni vegna samskipta Sigríðar Bjarkar og Gísla Freys hefur fréttastofa 365 ítrekað reynt að ná tali af henni en án árangurs. Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27 Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 Fær ekki áminningu Ólöf Nordal innanríkisráðherra ber traust til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra þrátt fyrir að hún hafi ekki haft heimild til miðlunar persónuupplýsinga. Sigríður verður ekki áminnt af ráðuneytinu og engin eftirmál verða. 3. mars 2015 07:15 Segir Sigríði engin lög hafa brotið Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður er sammála túlkun lögreglustjórans á úrskurði Persónuverndar. 28. febrúar 2015 19:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Sjá meira
„Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um þetta mál að undanförnu, bæði réttmætt og annað beinlínis rangt. Ég hef lært mikið af þessu ferli en það hefur ekki hvarflað að mér að segja af mér embætti,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali við Morgunblaðið í dag. Lögreglustjórinn segist fegin að niðurstaða Persónuverndar liggi fyrir vegna athugunar hennar á greinargerð sem hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra. Sigríður Björk var þá lögreglustjóri á Suðurnesjum. Greinargerðin varðaði mál hælisleitandans Tony Omos og fleiri aðila. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk hefði brotið gegn lögum um persónuvernd og meðferð upplýsinga þegar hún lét Gísla Frey fá umrædda greinargerð. Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. Gísli Freyr var nokkrum mánuðum síðar dæmdur fyrir lekann sem hann viðurkenndi eftir að hafa fyrst neitað. Sigríður Björk var færð til í starfi og ráðinn lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu eftir að Stefán Eiríksson hætti í því starfi. Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt samskipti Hönnu Birnu við Stefán harðlega í skýrslu sem birt var nýverið. Staðan var ekki auglýst heldur skipaði Hanna Birna Sigríði sem nýjan lögreglustjóra. Hún gegnir þeirri stöðu í dag. Í kjölfar þess að Persónuvernd skilaði niðurstöðu sinni vegna samskipta Sigríðar Bjarkar og Gísla Freys hefur fréttastofa 365 ítrekað reynt að ná tali af henni en án árangurs.
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27 Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 Fær ekki áminningu Ólöf Nordal innanríkisráðherra ber traust til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra þrátt fyrir að hún hafi ekki haft heimild til miðlunar persónuupplýsinga. Sigríður verður ekki áminnt af ráðuneytinu og engin eftirmál verða. 3. mars 2015 07:15 Segir Sigríði engin lög hafa brotið Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður er sammála túlkun lögreglustjórans á úrskurði Persónuverndar. 28. febrúar 2015 19:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Sjá meira
Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27
Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13
Fær ekki áminningu Ólöf Nordal innanríkisráðherra ber traust til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra þrátt fyrir að hún hafi ekki haft heimild til miðlunar persónuupplýsinga. Sigríður verður ekki áminnt af ráðuneytinu og engin eftirmál verða. 3. mars 2015 07:15
Segir Sigríði engin lög hafa brotið Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður er sammála túlkun lögreglustjórans á úrskurði Persónuverndar. 28. febrúar 2015 19:30