Sport

Phelps gæti synt á HM

Phelps virðist vera búinn að finna ánægjuna í sundlauginni á ný.
Phelps virðist vera búinn að finna ánægjuna í sundlauginni á ný. vísir/getty
Sex mánaða keppnisbann sundkappans Michael Phelps rennur bráðum út. Svo gæti farið að hann verði í kjölfarið tekinn aftur inn í sunhóp bandaríska landsliðsins.

Phelps var settur í bann eftir að hafa verið tekinn ölvaður undir stýri en það var í annað sinn sem hann er gripinn við slíka iðju. Ólympíuhetjan fór í kjölfarið í meðferð.

Er hann var settur í sex mánaða bannið þá var ákveðið að hann myndi ekki taka þátt á HM í ár. Nú stendur til að endurskoða þá ákvörðun.

Phelps er búinn að ræða við formenn sundsambandsins upp á síðkastið og ákvörðun um hvort hann komi til greina fyrir HM er væntanleg. Mótið fer fram í ágúst.

Phelps ætlar sér að taka þátt í sundmót sem hefst þann 15. apríl en bannið rennur út 6. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×