Erlent

Reyna að reka ISIS úr fæðingarborg Saddam Hussein

Samúel Karl Ólason skrifar
Hermenn og vígamenn hliðhollir stjórnvöldum á leið til Tikrit.
Hermenn og vígamenn hliðhollir stjórnvöldum á leið til Tikrit. Vísir/EPA
Írakski herinn gerir nú áhlaup á borgina Tikrit, en þeir eru studdir af loftárásum. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak hefur boðið öllum súnnítum sem berjast með Íslamska ríkinu náðun, ef þeir leggi vopn sín niður. Al-Abadi lýsti þessu sem þeirra síðasta séns.

Tikrit er í 150 kílómetra fjarlægð frá Bagdad og var hertekin af vígamönnum Íslamska ríkisins í júní í fyrra. Tikrit er þekkt sem fæðingarborð Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra Írak.

Sjónvarpsstöðvar í Írak segja að þegar hafi vígamenn ISIS verið reknir úr nokkrum úthverfum borgarinnar, en á vef BBC. segir að það sé ekki staðfest.

Hermenn hafa nú byrjað að herja gegn ISIS úr suðri og á sama tíma hafa Kúrdar sótt að borginni Mosul, en þar geysa nú harðir bardagar á milli Kúrda og ISIS.

AP fréttaveitan segir að sókn að Mosul muni líklega hefjast í apríl eða maí. Þó verði því fresta verði herinn ekki reiðubúinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×