Ajax er úr leik í Evrópudeild UEFA þrátt fyrir 2-1 sigur á úkraínska Dnipro í framlengdum leik á heimavelli í kvöld.
Úkraínumennirnir unnu fyrri leikinn á heimavelli, 1-0, og Ajax tryggði sér framlengingu með marki Riehcedly Bazoer á 60. mínútu.
Yevgen Konoplyanka skoraði svo markið dýrmæta sem Dnipro til þurfti á sjöndu mínútu framlengingarinnar og þurfti þá hollenska tvö mörk til að komast áfram.
Mike van der Hoorn skoraði á 117. mínútu en nær komst hollenska liðið ekki. Úrslit rimmunnar var 2-2 en Dnipro komst áfram á útivallamarkareglunni.
Kolbeinn Sigþórsson var í leikmannahópi Ajax í fyrsta sinn í langan tíma eftir meiðsli og hann kom inn á sem varamaður á 78. mínútu. Það veit á gott fyrir íslenska landsliðið sem spilar gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016 í lok mánðarins.
Sigur Ajax ekki nóg | Kolbeinn spilaði
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Benedikt hættur með kvennalandsliðið
Körfubolti


Gunnar kveður og Stefán tekur við
Handbolti






Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum
Fótbolti
