Nissan lokar tímabundið í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2015 10:44 Við verksmiðju Nissan í Rússlandi. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur bætast í hóp þeirra sem annaðhvort loka alveg verksmiðjum sínum í Rússlandi eða tímabundið. Nú hefur Nissan bæst í þann hóp, en Nissan ætlar að loka verksmiðju sinni í Pétursborg milli dagsins í gær, 16. mars og til 31. mars. Sala Nissan bíla féll um 45% í febrúar í Rússlandi og heildarbílasalan þar um 38%. General Motors ætlar að loka mun lengur en Nissan í verksmiðju sinni í Rússlandi, eða í 8 vikur og hefst sú lokun seint í þessum mánuði. Nissan framleiðir bílana X-Trail, Murano, Teana og Pathfinder í Pétursborg. Nissan hefur engan veginn gefist upp á Rússlandsmarkaði og hefur að markmiði að tvöfalda framleiðslu sína þar á næstu árum. Það gæti þó farið eftir efnahagsástandinu hvort einhver grundvöllur sé fyrir slíkum áætlunum. Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent
Fleiri og fleiri bílaframleiðendur bætast í hóp þeirra sem annaðhvort loka alveg verksmiðjum sínum í Rússlandi eða tímabundið. Nú hefur Nissan bæst í þann hóp, en Nissan ætlar að loka verksmiðju sinni í Pétursborg milli dagsins í gær, 16. mars og til 31. mars. Sala Nissan bíla féll um 45% í febrúar í Rússlandi og heildarbílasalan þar um 38%. General Motors ætlar að loka mun lengur en Nissan í verksmiðju sinni í Rússlandi, eða í 8 vikur og hefst sú lokun seint í þessum mánuði. Nissan framleiðir bílana X-Trail, Murano, Teana og Pathfinder í Pétursborg. Nissan hefur engan veginn gefist upp á Rússlandsmarkaði og hefur að markmiði að tvöfalda framleiðslu sína þar á næstu árum. Það gæti þó farið eftir efnahagsástandinu hvort einhver grundvöllur sé fyrir slíkum áætlunum.
Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent