Handbolti

Guðmundur Árni í liði umferðarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Árni Ólafsson.
Guðmundur Árni Ólafsson. Mynd/Heimasíða Mors-Thy
Hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson átti flottan leik með Mors-Thy Håndbold í síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar og sú frammistaða skilaði honum í lið umferðarinnar.

Guðmundur Árni er einn af tveimur leikmönnum Mors-Thy Håndbold sem komust í úrvalsliðið en hinn er markvörðurinn Dane Sijan. Þetta var í annað skiptið sem þeir báðir komast í lið umferðarinnar.

Mors-Thy Håndbold vann átta marka sigur á Lemvig-Thyborøn, 27-19, eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 11-11.

Guðmundur Árni skoraði fimm mörk úr sex skotum í leiknum sem skilaði honum framlagseinkunn upp á 3,47.

Guðmundur Árni, sem var í æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir HM í Katar, er með 2,9 mörk að meðaltali í dönsku deildinni í vetur.



Lið umferðarinnar í dönsku deildinni:

Markvörður: Dane Sijan, Mors-Thy Håndbold

Vinstra horn: Kristian Klitgaard, Odder Håndbold

Vinstri skytta: Heino Holm Knudsen, HC Midtjylland

Leikstjórnandi: Morten Slundt, Aalborg Håndbold

Hægri skytta: Kasper Irming, KIF Kolding København

Hægra horn: Guðmundur Árni Ólafsson, Mors-Thy Håndbold

Línumaður: Magnus Gullerud, SønderjyskE 3,33




Fleiri fréttir

Sjá meira


×