Utanríkisráðherra segir aðildarferlinu að ESB lokið Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2015 19:45 Utanríkisráðherra segir að með bréfi hans til Evrópusambandsins sé aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu lokið. Ný ríkisstjórn sem hyggðist sækja um aðild að sambandinu þyrfti að sækja umboð sitt til þess frá Alþingi. Ráðherrann talar um valdarán þegar talið berst að bréfi stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra afhenti utanríkisráðherra Lettlands, sem fer með formennsku í leiðtogaráði Evrópusambandsins, bréf á fimmtudag um að íslensk stjórnvöld litu svo á að aðildarferli Íslands væri lokið með þeirri ósk að Ísland yrði ekki lengur talið til umsóknarríkja sambandsins.Hvers vegna fórstu þessa leiða að senda bréf, í stað þess að leggja fram nýja tillögu eins og menn höfðu búist við? „Eins og þú manst eftir fórum við með tillögu fyrir ári inn í þingið. Sú tillaga var tekin í gíslingu í þinginu og beitt málþófi og hún náði á endanum ekki fram að ganga,“ segir Gunnar. Síðan hafi margt breyst meðal annars varðandi stefnu framkvæmdastjórnarinnar um frekari stækkun sambandsins. Eftir viðræður við fulltrúa sambandsins hafi verið ákveðið í ríkisstjórn á þriðjudag að senda þetta bréf til að ítreka stefnu ríkisstjórnarinnar. Það var afhent síðdegis sama dag og utanríkismálanefnd Alþingis átti morgunfund. Margir þingmenn og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, hafa gert alvarlegar athugasemdir við að utanríkisráðherra hafi ekki kynnt bréf sitt í utanríkismálanefnd áður en hann afhenti það Evrópusambandinu. Hann bendir hins vegar á fordæmi frá tíð fyrri ríkisstjórnar. Utanríkisráðherra segir alltaf matskennd hvort kynna þurfi mál fyrir utanríkismálanefnd. Samkvæmt þingsköpum skuli hafa samráð við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. Þetta mál hafi verið til umræðu á þing, í utanríkismálanefnd og fjölmiðlum í langan tíma og stefna stjórnvalda sé skýr. „Það eru vitanlega líka önnur dæmi um mál þar sem ráðherrar hafa tekið ákvarðanir. Talið sig vera búna að vera í samráði við utanríkismálanefnd og þingið. Eitt dæmi um það er þegar Ísland stóð með því að NATO gerðist aðili að stríðinu Líbíu. Réðst þar inn. Það var gert án þess að tala við utanríkismálanefnd af forvera mínum Össuri Skarphéðinssyni,“ segir Gunnar Bragi. Ríkisstjórnin hafi talið sig hafa verið í samráði um þessi mál. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt vinnubrögð utanríkisráðherra harðlega og ítrekað ásamt þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins að þingsályktunartillagan frá 2009 um aðildarumsóknina sé enn í gildi.Eru Íslendingar í raun þá núna að þínu mati, búnir að slíta aðildarviðræðunum sem hófust á grundvelli þingsályktunartillögunnar frá árinu 2009? „Við vitum það að frá því hlé var gert á viðræðunum árið 2013 af fyrri ríkisstjórn, vitanlega án þess að spyrja utanríkismálanefnd eða nokkurn að því á þeim tíma, hefur ekkert gerst. Það eru engar viðræður í gangi,“ segir utanríkisráðherra. Að auki hafi samningahópar verið leystir upp og það úrskurðað löglegt af sérfræðingum. Núverandi ríkisstjórn sé ekki bundin af þingsályktunartillögunni frá 2009 og ef ný ríkisstjórn vilji hefja aðildarviðræður á nýjan leik þurfi hún að sækja umboð til þess til Alþingis.Þá gefur hann lítið fyrir bréf stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins. „Ég hef heyrt orðið „valdarán“ nefnt einhversstaðar og ef þetta er ekki valdarán að minnihluti þingsins skuli senda Evrópusambandinu bréf og við skulum orða það; rangtúlka eða gera lítið úr þeim heimildum hreinlega sem lýðræðislega kjörinn meirihluti hefur, - það er að mínu viti mjög undarlegt. Og þær fullyrðingar sem vísað er í í þessu bréfi m.a. lagalegar, þær byggja á einhverjum mjög veikum lagalegum grunni sem ég held að engir af okkar bestu lögmönnum munu skrifa upp á,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.Hér má sjá viðtalið Gunnar Braga í heild sinni. Alþingi ESB-málið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Utanríkisráðherra segir að með bréfi hans til Evrópusambandsins sé aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu lokið. Ný ríkisstjórn sem hyggðist sækja um aðild að sambandinu þyrfti að sækja umboð sitt til þess frá Alþingi. Ráðherrann talar um valdarán þegar talið berst að bréfi stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra afhenti utanríkisráðherra Lettlands, sem fer með formennsku í leiðtogaráði Evrópusambandsins, bréf á fimmtudag um að íslensk stjórnvöld litu svo á að aðildarferli Íslands væri lokið með þeirri ósk að Ísland yrði ekki lengur talið til umsóknarríkja sambandsins.Hvers vegna fórstu þessa leiða að senda bréf, í stað þess að leggja fram nýja tillögu eins og menn höfðu búist við? „Eins og þú manst eftir fórum við með tillögu fyrir ári inn í þingið. Sú tillaga var tekin í gíslingu í þinginu og beitt málþófi og hún náði á endanum ekki fram að ganga,“ segir Gunnar. Síðan hafi margt breyst meðal annars varðandi stefnu framkvæmdastjórnarinnar um frekari stækkun sambandsins. Eftir viðræður við fulltrúa sambandsins hafi verið ákveðið í ríkisstjórn á þriðjudag að senda þetta bréf til að ítreka stefnu ríkisstjórnarinnar. Það var afhent síðdegis sama dag og utanríkismálanefnd Alþingis átti morgunfund. Margir þingmenn og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, hafa gert alvarlegar athugasemdir við að utanríkisráðherra hafi ekki kynnt bréf sitt í utanríkismálanefnd áður en hann afhenti það Evrópusambandinu. Hann bendir hins vegar á fordæmi frá tíð fyrri ríkisstjórnar. Utanríkisráðherra segir alltaf matskennd hvort kynna þurfi mál fyrir utanríkismálanefnd. Samkvæmt þingsköpum skuli hafa samráð við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. Þetta mál hafi verið til umræðu á þing, í utanríkismálanefnd og fjölmiðlum í langan tíma og stefna stjórnvalda sé skýr. „Það eru vitanlega líka önnur dæmi um mál þar sem ráðherrar hafa tekið ákvarðanir. Talið sig vera búna að vera í samráði við utanríkismálanefnd og þingið. Eitt dæmi um það er þegar Ísland stóð með því að NATO gerðist aðili að stríðinu Líbíu. Réðst þar inn. Það var gert án þess að tala við utanríkismálanefnd af forvera mínum Össuri Skarphéðinssyni,“ segir Gunnar Bragi. Ríkisstjórnin hafi talið sig hafa verið í samráði um þessi mál. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt vinnubrögð utanríkisráðherra harðlega og ítrekað ásamt þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins að þingsályktunartillagan frá 2009 um aðildarumsóknina sé enn í gildi.Eru Íslendingar í raun þá núna að þínu mati, búnir að slíta aðildarviðræðunum sem hófust á grundvelli þingsályktunartillögunnar frá árinu 2009? „Við vitum það að frá því hlé var gert á viðræðunum árið 2013 af fyrri ríkisstjórn, vitanlega án þess að spyrja utanríkismálanefnd eða nokkurn að því á þeim tíma, hefur ekkert gerst. Það eru engar viðræður í gangi,“ segir utanríkisráðherra. Að auki hafi samningahópar verið leystir upp og það úrskurðað löglegt af sérfræðingum. Núverandi ríkisstjórn sé ekki bundin af þingsályktunartillögunni frá 2009 og ef ný ríkisstjórn vilji hefja aðildarviðræður á nýjan leik þurfi hún að sækja umboð til þess til Alþingis.Þá gefur hann lítið fyrir bréf stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins. „Ég hef heyrt orðið „valdarán“ nefnt einhversstaðar og ef þetta er ekki valdarán að minnihluti þingsins skuli senda Evrópusambandinu bréf og við skulum orða það; rangtúlka eða gera lítið úr þeim heimildum hreinlega sem lýðræðislega kjörinn meirihluti hefur, - það er að mínu viti mjög undarlegt. Og þær fullyrðingar sem vísað er í í þessu bréfi m.a. lagalegar, þær byggja á einhverjum mjög veikum lagalegum grunni sem ég held að engir af okkar bestu lögmönnum munu skrifa upp á,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.Hér má sjá viðtalið Gunnar Braga í heild sinni.
Alþingi ESB-málið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira