BMW með keppinaut Audi Q1 Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2015 09:40 Audi Q1. Audi mun hefja framleiðslu Q1 jepplingsins á næsta ári, en hann verður sá minnsti í Q-fjölskyldu Audi jeppa og jepplinga. Þessu útspili Audi ætlar BMW að svara með enn minni jepplingi en BMW X1. Bæði fyrirtækin ætla með þessu að svara mikilli eftirspurn eftir litlum jepplingum. Þessi nýi jepplingur mun sitja á sama undirvagni og BMW 2 Active Tourer en bíllinn mun ber mjög ólíkan svip en aðrir bílar í X-línu BMW bíla. Hann mun fá „coupe“-lag og verða mjög sportlegur jepplingur. Bíllinn verður rétt um fjögurra metra langur og hafa 330 lítra farangursrými. Verð hans verður um 25.000 evrur, eða 3,7 milljónir króna. Framleiðsla hans mun hefjast árið 2017. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent
Audi mun hefja framleiðslu Q1 jepplingsins á næsta ári, en hann verður sá minnsti í Q-fjölskyldu Audi jeppa og jepplinga. Þessu útspili Audi ætlar BMW að svara með enn minni jepplingi en BMW X1. Bæði fyrirtækin ætla með þessu að svara mikilli eftirspurn eftir litlum jepplingum. Þessi nýi jepplingur mun sitja á sama undirvagni og BMW 2 Active Tourer en bíllinn mun ber mjög ólíkan svip en aðrir bílar í X-línu BMW bíla. Hann mun fá „coupe“-lag og verða mjög sportlegur jepplingur. Bíllinn verður rétt um fjögurra metra langur og hafa 330 lítra farangursrými. Verð hans verður um 25.000 evrur, eða 3,7 milljónir króna. Framleiðsla hans mun hefjast árið 2017.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent