Körfubolti

Ólafur Ólafs ekki með Grindavík í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur er mikilvægur hlekkur í liði Grindavíkur.
Ólafur er mikilvægur hlekkur í liði Grindavíkur. vísir/valli
Ólafur Ólafsson leikur ekki með Grindavík gegn Snæfelli í lokaumferð Domino's deildarinnar í körfubolta í kvöld vegna lungnabólgu. Þetta kemur fram á Karfan.is.

„Ég vaknaði í gærmorgun hálf slappur en fór nú samt í vinnu en svo varð ég bara verri og verri og endaði með því að fara til læknis og er nú á sýklalyfjum og verð því ekki með í kvöld,“ sagði Ólafur í samtali við Karfan.is.

Ólafur er með 14,9 stig, 7,4 fráköst og 2,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Leikurinn gegn Snæfelli í kvöld er afar mikilvægur fyrir Grindavík upp á lokastöðuna í deildinni að gera.

Grindjánar eru sem stendur í 7. sæti deildarinnar með 22 stig og þurfa, auk þess að leggja Snæfell að velli, að treysta á önnur úrslit í kvöld til að hækka sig í töflunni.



Grindvíkingar geta komist upp í 5. sætið með því að vinna Snæfell og treysta á að Keflavík og Stjarnan tapi sínum leikjum.

Lærisveinar Sverris Sverrissonar geta líka dottið niður í 8. sætið, tapi þeir fyrir Snæfelli og Keflavík, Stjarnan og Þór vinni sína leiki.


Tengdar fréttir

Margt getur breyst á lokakvöldinu í Dominos-deild karla

22. og síðasta umferð Dominos-deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld. Átta lið hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en fimm þeirra geta hoppað upp um sæti með hagstæðum úrslitum. Fréttablaðið veltir fyrir sér mögulegum útkomum eftir leiki kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×