Brugga bjór fyrir íslenska bjórnörda Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. mars 2015 13:10 Gæðingur setur á markað Double IPA bjór sem bruggaður er af bjóráhugamönnum. „Við fáum lánaðar græjurnar hjá gæðing til að brugga þrisvar til fjórum sinnum á ári og fáum algjörlega frjálsar hendur,“ segir Eymar Plédel Jónsson „Við erum í raun að gera línu fyrir gæðing en höfum ótakmarkað stjórn yfir því sem við erum að gera.“ Fjórir félagar tóku saman og brugguðu fyrsta bjórinn í þessu nýja verkefni. „Þetta eru heimabruggarar og bjórnördar en hugmyndin er sú að þeir sem hafi áhuga komist að, ef þeir vilja. Svo lengi sem þeir kunni til verka,“ segir hann. Fjórmenningarnir eru þeir Bergur Gunnarsson, Gunnar Óli Sölvason, Steinn Stefánsson auk Eymars.Úr bruggunarferlinu.Ekki fyrir hvern sem erFyrsti bjórinn sem þeir brugguðu heitir MIB og kemur í verslanir í dag. Um er að ræða Double IPA, eða Double Indian Pale Ale, bjór sem Eymar segir að sé bragðmeiri heldur en venjulegur Indian Pale Ale. „Þetta er miklu bragðmeiri, stærri, sterkari og beiskari bjór en venjulegar IPA,“ segir hann um fyrsta bjórinn. „Allir bjórarnir sem við ætlum að gera eiga að ögra bragðlaukunum hjá fólki,“ útskýrir Eymar. Samkvæmt Eymari ætti bjórinn að höfða til lítils en stækkandi markhóps hérlendis sem kalla sig bjórnörda.Í takmörkuðu magniSami bjórinn verður ekki bruggaður oftar en einu sinni en hver týpa verður einnig brugguð í mjög takmörkuðu upplagi „Þetta eru alveg einstakir bjórar,“ segir hann en MIB er aðeins settur á 300 flöskur. Bjórnum er dreift á tiltölulega fáa staði á landinu og segir Eymar að hann muni aðeins fást á fjórum Vínbúðum„Hann fer í Kringluna, þetta fer í Heiðrúnu og ég held að þetta fari í Skútuvoginn. Svo fer hann á Akureyri líka,“ segir hann.Svona lítur miðinn á flöskunni út. Hann er hannaður af Önnu Ragnhildi, eiganda ARK-Design.Þá verður hægt að fá bjórinn af krana í takmörkuðu magni á Micro Bar. Nýr listamaður fyrir hvern miðaHluti af þessu verkefni er að fá listamann til að hanna miðann á flöskurnar. Anna Ragnhildar Karlsdóttur, eiganda ARK-Design, að hanna miðann. „Nú er hún búin með sitt verk og nú er það hennar að tilnefna næsta listamann,“ segir Eymar. „Það er alveg sama hverskonar listamaður það verður, hvort sem það er grafískur hönnuður, málari eða teiknari eða hvernig sem er,“ segir hann. „Bara að það séu ungir og metnaðarfullir listamenn sem vilja koma sinni list út á markaðinn.“Gerdæling í bruggferlinu.Hugmyndin kviknaði á barnumEymar segir að hugmyndin hafi orðið til á Micro Bar í Reykjavík en einn úr hópnum rekur staðinn. Hugmyndin kom upp þegar félagarnir voru að velta fyrir sér hvað væri hægt að gera við óvenju stórar bjórflöskur voru pantaðar inn hjá Gæðingi fyrir mistök. Fjórmenningarnir þekktust allir fyrir en þrír af þeim vinna saman á barnum en allir eru þeir sérstakir bjóráhugamenn. Einn þeirra hefur lokið námi í bruggun og eimingu og annar er með færari heimabruggurum landsins, að sögn Eymars. Talsverð þekking er því til staðar í hópnum. „Við hittumst á Micro Bar og vorum að hlæja að þessu en þá fæðist þessi hugmynd að búa til „one-off“ bjóra, í takmörkuðu magni,“ segir hann. „Þetta verður bara til fyrir mistök en verður bara góð tilraun,“ segir Eymar. Íslenskur bjór Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
„Við fáum lánaðar græjurnar hjá gæðing til að brugga þrisvar til fjórum sinnum á ári og fáum algjörlega frjálsar hendur,“ segir Eymar Plédel Jónsson „Við erum í raun að gera línu fyrir gæðing en höfum ótakmarkað stjórn yfir því sem við erum að gera.“ Fjórir félagar tóku saman og brugguðu fyrsta bjórinn í þessu nýja verkefni. „Þetta eru heimabruggarar og bjórnördar en hugmyndin er sú að þeir sem hafi áhuga komist að, ef þeir vilja. Svo lengi sem þeir kunni til verka,“ segir hann. Fjórmenningarnir eru þeir Bergur Gunnarsson, Gunnar Óli Sölvason, Steinn Stefánsson auk Eymars.Úr bruggunarferlinu.Ekki fyrir hvern sem erFyrsti bjórinn sem þeir brugguðu heitir MIB og kemur í verslanir í dag. Um er að ræða Double IPA, eða Double Indian Pale Ale, bjór sem Eymar segir að sé bragðmeiri heldur en venjulegur Indian Pale Ale. „Þetta er miklu bragðmeiri, stærri, sterkari og beiskari bjór en venjulegar IPA,“ segir hann um fyrsta bjórinn. „Allir bjórarnir sem við ætlum að gera eiga að ögra bragðlaukunum hjá fólki,“ útskýrir Eymar. Samkvæmt Eymari ætti bjórinn að höfða til lítils en stækkandi markhóps hérlendis sem kalla sig bjórnörda.Í takmörkuðu magniSami bjórinn verður ekki bruggaður oftar en einu sinni en hver týpa verður einnig brugguð í mjög takmörkuðu upplagi „Þetta eru alveg einstakir bjórar,“ segir hann en MIB er aðeins settur á 300 flöskur. Bjórnum er dreift á tiltölulega fáa staði á landinu og segir Eymar að hann muni aðeins fást á fjórum Vínbúðum„Hann fer í Kringluna, þetta fer í Heiðrúnu og ég held að þetta fari í Skútuvoginn. Svo fer hann á Akureyri líka,“ segir hann.Svona lítur miðinn á flöskunni út. Hann er hannaður af Önnu Ragnhildi, eiganda ARK-Design.Þá verður hægt að fá bjórinn af krana í takmörkuðu magni á Micro Bar. Nýr listamaður fyrir hvern miðaHluti af þessu verkefni er að fá listamann til að hanna miðann á flöskurnar. Anna Ragnhildar Karlsdóttur, eiganda ARK-Design, að hanna miðann. „Nú er hún búin með sitt verk og nú er það hennar að tilnefna næsta listamann,“ segir Eymar. „Það er alveg sama hverskonar listamaður það verður, hvort sem það er grafískur hönnuður, málari eða teiknari eða hvernig sem er,“ segir hann. „Bara að það séu ungir og metnaðarfullir listamenn sem vilja koma sinni list út á markaðinn.“Gerdæling í bruggferlinu.Hugmyndin kviknaði á barnumEymar segir að hugmyndin hafi orðið til á Micro Bar í Reykjavík en einn úr hópnum rekur staðinn. Hugmyndin kom upp þegar félagarnir voru að velta fyrir sér hvað væri hægt að gera við óvenju stórar bjórflöskur voru pantaðar inn hjá Gæðingi fyrir mistök. Fjórmenningarnir þekktust allir fyrir en þrír af þeim vinna saman á barnum en allir eru þeir sérstakir bjóráhugamenn. Einn þeirra hefur lokið námi í bruggun og eimingu og annar er með færari heimabruggurum landsins, að sögn Eymars. Talsverð þekking er því til staðar í hópnum. „Við hittumst á Micro Bar og vorum að hlæja að þessu en þá fæðist þessi hugmynd að búa til „one-off“ bjóra, í takmörkuðu magni,“ segir hann. „Þetta verður bara til fyrir mistök en verður bara góð tilraun,“ segir Eymar.
Íslenskur bjór Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira