Mercedes Benz GLC fær mýkri línur Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2015 11:26 Mikið breytt útlit frá síðasta GLK-bíl. Þessi mynd náðist af nýjum Mercedes Benz GLC, án feluklæða, sem leysa mun brátt af hólmi GLK jeppa Benz. Eins og sjá má leika mýkri línur nú um bílinn, en mörgum þótti GLK-bíllinn full kantaður í útliti. Nef nýja bílsins er mun lægra og afturhlutinn hallar aftur og ber keim af „coupe“-lagi. Nýr GLC kemur á markað í sumar. Hvað vélarkosti í þessum nýja bíl áhrærir þykir líklegt að hann bjóðist með 2,0 lítra forþjöppuvél og 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum. Þá hefur sést til bílsins við prófanir með mjög öflugri vél sem líklega er 4,0 lítra V8 vél, einnig með tveimur forþjöppum, eða 3,0 lítra vélinni sem einnig finnst í C450 AMG Sport bílnum og skartar hún einnig tveimur forþjöppum. Sú útgáfa bílsins verður að minnsta kosti enginn letingi. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent
Þessi mynd náðist af nýjum Mercedes Benz GLC, án feluklæða, sem leysa mun brátt af hólmi GLK jeppa Benz. Eins og sjá má leika mýkri línur nú um bílinn, en mörgum þótti GLK-bíllinn full kantaður í útliti. Nef nýja bílsins er mun lægra og afturhlutinn hallar aftur og ber keim af „coupe“-lagi. Nýr GLC kemur á markað í sumar. Hvað vélarkosti í þessum nýja bíl áhrærir þykir líklegt að hann bjóðist með 2,0 lítra forþjöppuvél og 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum. Þá hefur sést til bílsins við prófanir með mjög öflugri vél sem líklega er 4,0 lítra V8 vél, einnig með tveimur forþjöppum, eða 3,0 lítra vélinni sem einnig finnst í C450 AMG Sport bílnum og skartar hún einnig tveimur forþjöppum. Sú útgáfa bílsins verður að minnsta kosti enginn letingi.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent