Handbolti

Arftaki Andersson fundinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Igropulo í leik með Rússlandi á HM í Katar.
Igropulo í leik með Rússlandi á HM í Katar. vísir/afp
Dönsku meistararnir í KIF Kolding, sem Aron Kristjánsson stýrir, hafa nælt í rússneska landsliðsmanninn Konstantin Igropulo frá Füchse Berlin.

Igropulo, sem verður þrítugur í næsta mánuði, kemur til Kolding í sumar en honum er ætlað að fylla skarð Svíans Kims Andersson sem er líklega á leið til Paris Saint-Germain eftir tímabilið.

Aron hefur verið í vandræðum með hægri skyttustöðuna í vetur og hefur sem kunnugt er fengið Ólaf Stefánsson til að spila með Kolding í leikjunum tveimur gegn RK Zagreb í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Igropulo hefur leikið undir stjórn Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin frá árinu 2012. Þar áður lék hann um þriggja ára skeið með Barcelona á Spáni.


Tengdar fréttir

GOG vann lærisveina Arons

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í danska handboltaliðinu KIF Kolding töpuðu sínum þriðja deildarleik í vetur þegar þeir sóttu GOG heim í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×