Tékkland bjargaði einu stigi gegn Lettlandi í riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM 2016, en Tékkar jöfnuðu metin í uppbótartíma.
Aleksei Visnakovs kom Lettum yfir eftir hálftímaleik og þannig var staðan í hálfleik.
Lettar fengu tækifæri til að auka forystuna undir lok síðari hálfleiks, en skot þeirra fór í stöng. Það var hins vegar komið fram í uppbótartíma þegar Vaclar Pilar bjargaði stigi fyrir Tékka.
Tékkland er því eftir leikinn á toppnum með 13 stig, en Íslendingar eru sæti neðar með stigi minna. Lettar eru í fimmta sæti með þrjú stig, en þeir hafa gert þrjú jafntefli.
Tékkar björguðu stigi gegn Lettum í uppbótartíma
Anton Ingi Leifsson skrifar
