Helmingur sölu Toyota bíla í Japan tvinnbílar Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2015 13:07 Frá samsetningarverksmiðju Toyota í Japan. Á næsta ári stefnir Toyota að því að um helmingur þeirra bíla sem fyrirtækið selur í Japan verði tvinnbílar, þ.e. Hybrid eða Plug-In-Hybrid bílar. Toyota gerir ráð fyrir að selja 760.000 slíka bíla í heimalandinu á næsta ári en þeir voru 684.000 í fyrra. Í heildina stefnir Toyota að því að framleiða 1,32 milljón tvinnbíla á næsta ári, ekki alla þeirra í Japan þó. Það yrði 30% meira en Toyota framleiddi í fyrra. Helsta ástæða fyrir þessari áherslu Toyota eru enn strangari reglur yfirvalda í Japan hvað skatta varðar á bíla vegna mengunar þeirra. Í dag er um helmingur framleiðslu Toyota undanþegið þessum skatti en Toyota ætlar að um 80% framleiðslu þeirra á næsta ári komist hjá þeim. Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent
Á næsta ári stefnir Toyota að því að um helmingur þeirra bíla sem fyrirtækið selur í Japan verði tvinnbílar, þ.e. Hybrid eða Plug-In-Hybrid bílar. Toyota gerir ráð fyrir að selja 760.000 slíka bíla í heimalandinu á næsta ári en þeir voru 684.000 í fyrra. Í heildina stefnir Toyota að því að framleiða 1,32 milljón tvinnbíla á næsta ári, ekki alla þeirra í Japan þó. Það yrði 30% meira en Toyota framleiddi í fyrra. Helsta ástæða fyrir þessari áherslu Toyota eru enn strangari reglur yfirvalda í Japan hvað skatta varðar á bíla vegna mengunar þeirra. Í dag er um helmingur framleiðslu Toyota undanþegið þessum skatti en Toyota ætlar að um 80% framleiðslu þeirra á næsta ári komist hjá þeim.
Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent