Óku Jaguar bíl á vírum yfir Thames Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2015 12:13 Til að leggja áherslu á hve léttbyggður hinn nýi Jaguar XF er tók Jaguar uppá því að aka einum slíkum bíla á vírum fyrir ofan ána Thames í Canary Wharf hverfinu. Vegalengdin sem bíllinn ók er um 240 metrar og þykkt vírsins sem bíllinn ók á er á við þykkt þumalfingurs. Ökumaður bílsins var enginn nýgræðingur í áhættuatriðum á bílum en hann hefur ekið bílum í James Bond myndum, Indiana Jones og Bourne myndum en þetta var að hans sögn það alfurðulegasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Mjög fáir áhorfendur voru af þessum atburði, en þó hafa 86.000 manns séð myndskeiðið hér að ofan. Í leiðinni setti Jaguar heimsmet í akstri bíla á vírum yfir vatn, en aldrei áður hefur bíl verið ekið lengri vegalengd við þessar aðstæður. Akstur bílsins yfir ána hefst ekki fyrr en um 4 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent
Til að leggja áherslu á hve léttbyggður hinn nýi Jaguar XF er tók Jaguar uppá því að aka einum slíkum bíla á vírum fyrir ofan ána Thames í Canary Wharf hverfinu. Vegalengdin sem bíllinn ók er um 240 metrar og þykkt vírsins sem bíllinn ók á er á við þykkt þumalfingurs. Ökumaður bílsins var enginn nýgræðingur í áhættuatriðum á bílum en hann hefur ekið bílum í James Bond myndum, Indiana Jones og Bourne myndum en þetta var að hans sögn það alfurðulegasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Mjög fáir áhorfendur voru af þessum atburði, en þó hafa 86.000 manns séð myndskeiðið hér að ofan. Í leiðinni setti Jaguar heimsmet í akstri bíla á vírum yfir vatn, en aldrei áður hefur bíl verið ekið lengri vegalengd við þessar aðstæður. Akstur bílsins yfir ána hefst ekki fyrr en um 4 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent