Óþekkur ökunemi Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2015 09:40 Það er erfitt starf að vera ökukennari og krefst heilmikillar þolinmæði. Nemendurnir eru misgóðir og margir þeirra reyna á þolrif kennaranna. Þessi hrekkur er einmitt þess eðlis að reyna á þolrifin, en þó á óvenjulegan hátt. Leona Chin er afar hæfur keppnisökumaður og driftari og landsmeistari meðal ökukvenna í Malasíu. Hún er hér klædd upp eins og saklaus skólastúlka sem fær hina ýmsu ökukennara til að fara með sér í fyrsta ökutímann. Í upphafi virðist hún afar slakur ökumaður og drepur iðulega á þeim öfluga bíl sem hún ekur. Það breytist þó skyndilega og fjandinn verður laus. Svipur ökukennaranna er ógleymanlegur við þessi hamskipti Leonu Chin og sumir þeirra telja þetta sitt síðasta (sjá myndskeið að ofan). Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent
Það er erfitt starf að vera ökukennari og krefst heilmikillar þolinmæði. Nemendurnir eru misgóðir og margir þeirra reyna á þolrif kennaranna. Þessi hrekkur er einmitt þess eðlis að reyna á þolrifin, en þó á óvenjulegan hátt. Leona Chin er afar hæfur keppnisökumaður og driftari og landsmeistari meðal ökukvenna í Malasíu. Hún er hér klædd upp eins og saklaus skólastúlka sem fær hina ýmsu ökukennara til að fara með sér í fyrsta ökutímann. Í upphafi virðist hún afar slakur ökumaður og drepur iðulega á þeim öfluga bíl sem hún ekur. Það breytist þó skyndilega og fjandinn verður laus. Svipur ökukennaranna er ógleymanlegur við þessi hamskipti Leonu Chin og sumir þeirra telja þetta sitt síðasta (sjá myndskeið að ofan).
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent