Flóttamenn ekki fleiri í 22 ár Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2015 14:26 Sýrlendingar voru stærsti hluti hælisleitenda í fyrra. Vísir/EPA Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) segja fjölda flóttafólks í fyrra vera þann hæsta í 22 ár. Þar spila átökin í Írak og Sýrlandi mest inn í. Áætlaður fjöldi hælisumsókna í iðnvæddum löndum var 866 þúsund, sem er aukning um 45 prósent frá 2013. Talan var einungis hærri árið 1992 þegar átökin í Bosníu og Hersegóvínu hófust. „Á tíunda áratugnum olli Balkanstríðið því að hundruð þúsunda flúðu heimili sín og sóttu um hæli annarsstaðar,“ segir Antónío Guterres, yfirmaður UNHCR í tilkynningu. „Fjölmörg þeirra fundu skjól í iðnvæddum þjóðum Evrópu, Norður Ameríku og víðar.“ Hann segir ástandið í dag vera svipað og þá, en ástandið sé sérstaklega alvarlegt í Sýrlandi. „Viðbrögð okkar verða nú að vera eins góð og þau voru þá, að bjóða fólki hæli, tækifæri og vörn fyrir fólkið sem hefur þurft að flýja þessi hræðilegu átök.“Flestir sóttu um hæli í Þýskalandi Sýrlendingar voru stærsti hluti hælisleitenda í fyrra, alls tæplega 150 þúsund umsóknir, eða um fimmtungur allra umsókna. Tæplega 70 þúsund Írakar sóttu um hæli í fyrra og um 60 þúsund Afganar. Flestir þeirra sóttu um hæli í Þýskalandi, eða um 173 þúsund. Þá fengu Bandaríkin um 121 þúsund umsóknir, en þær voru flestar frá fólki frá Mexíkó og Suður-Ameríku. Við lok ársins 2014 voru um ein og hálf milljón flóttamanna frá Sýrlandi í Tyrklandi. Alls sóttu tæplega 90 þúsund þeirra um hæli þar. Rúmlega 75 þúsund manns sóttu um hæli í Svíþjóð og 64 þúsund í Ítalíu. Á vef UNHCR kemur fram að um 265 þúsund manns frá Úkraínu hafi sótt um tímabundið skjól í Rússlandi og 5.800 sóttu um hæli. Alls sóttu 15.700 Úkraínumenn um hæli í iðnvæddum löndum í fyrra, en sú tala hækkaði úr 1.400 á milli ára. Um 60 prósent allrahælisleitenda sóttu um hæli í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Ítalíu. Hlutfallið í Svíþjóð var 24,4 hælisleitendur á hverja þúsund íbúa og var það hæsta hlutfallið í fyrra. Flóttamenn Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) segja fjölda flóttafólks í fyrra vera þann hæsta í 22 ár. Þar spila átökin í Írak og Sýrlandi mest inn í. Áætlaður fjöldi hælisumsókna í iðnvæddum löndum var 866 þúsund, sem er aukning um 45 prósent frá 2013. Talan var einungis hærri árið 1992 þegar átökin í Bosníu og Hersegóvínu hófust. „Á tíunda áratugnum olli Balkanstríðið því að hundruð þúsunda flúðu heimili sín og sóttu um hæli annarsstaðar,“ segir Antónío Guterres, yfirmaður UNHCR í tilkynningu. „Fjölmörg þeirra fundu skjól í iðnvæddum þjóðum Evrópu, Norður Ameríku og víðar.“ Hann segir ástandið í dag vera svipað og þá, en ástandið sé sérstaklega alvarlegt í Sýrlandi. „Viðbrögð okkar verða nú að vera eins góð og þau voru þá, að bjóða fólki hæli, tækifæri og vörn fyrir fólkið sem hefur þurft að flýja þessi hræðilegu átök.“Flestir sóttu um hæli í Þýskalandi Sýrlendingar voru stærsti hluti hælisleitenda í fyrra, alls tæplega 150 þúsund umsóknir, eða um fimmtungur allra umsókna. Tæplega 70 þúsund Írakar sóttu um hæli í fyrra og um 60 þúsund Afganar. Flestir þeirra sóttu um hæli í Þýskalandi, eða um 173 þúsund. Þá fengu Bandaríkin um 121 þúsund umsóknir, en þær voru flestar frá fólki frá Mexíkó og Suður-Ameríku. Við lok ársins 2014 voru um ein og hálf milljón flóttamanna frá Sýrlandi í Tyrklandi. Alls sóttu tæplega 90 þúsund þeirra um hæli þar. Rúmlega 75 þúsund manns sóttu um hæli í Svíþjóð og 64 þúsund í Ítalíu. Á vef UNHCR kemur fram að um 265 þúsund manns frá Úkraínu hafi sótt um tímabundið skjól í Rússlandi og 5.800 sóttu um hæli. Alls sóttu 15.700 Úkraínumenn um hæli í iðnvæddum löndum í fyrra, en sú tala hækkaði úr 1.400 á milli ára. Um 60 prósent allrahælisleitenda sóttu um hæli í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Ítalíu. Hlutfallið í Svíþjóð var 24,4 hælisleitendur á hverja þúsund íbúa og var það hæsta hlutfallið í fyrra.
Flóttamenn Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira