Audi býður kaffivél fyrir bíla Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2015 16:17 Ári handhæg þessi. Hver getur hugsað sér bílferð án kaffi? Að minnsta kosti ekki Audi. Audi hefur nú í boði kaffivél sem hellir uppá espresso kaffibolla úr örsmárri kaffikönnu sem sérstaklega er gerð fyrir bílferðir. Það tekur kaffikönnuna 2 mínútur að hella uppá eftir að hún er tengd við 12 volta tengi í bílnum. Ökumenn þurfa aðeins að muna eftir að hella vatni í vélina fyrir bílferðina og setja í hana þar til gerðar kaffifyllingar frá Illy kaffiframleiðandanum. Þessi forláta kaffivél kostar 199 evrur, eða um 30.000 krónur og telst því alls ekki ódýr. Með henni fylgja þó tveir kaffibollar, 18 kaffifyllingar, handklæði (til hvers er ekki ljóst) og taska utan um vélina. Audi kallar þessa kaffivél Espresso Mobil. Audi er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem selur svona kaffivélar en Fiat hóf sölu á ekki ósvipuðum grip fyrir nokkrum árum og var kaffið í þær frá Lavazza. Sú var enn dýrari en vélin frá Audi og kostaði 250 evrur. Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent
Hver getur hugsað sér bílferð án kaffi? Að minnsta kosti ekki Audi. Audi hefur nú í boði kaffivél sem hellir uppá espresso kaffibolla úr örsmárri kaffikönnu sem sérstaklega er gerð fyrir bílferðir. Það tekur kaffikönnuna 2 mínútur að hella uppá eftir að hún er tengd við 12 volta tengi í bílnum. Ökumenn þurfa aðeins að muna eftir að hella vatni í vélina fyrir bílferðina og setja í hana þar til gerðar kaffifyllingar frá Illy kaffiframleiðandanum. Þessi forláta kaffivél kostar 199 evrur, eða um 30.000 krónur og telst því alls ekki ódýr. Með henni fylgja þó tveir kaffibollar, 18 kaffifyllingar, handklæði (til hvers er ekki ljóst) og taska utan um vélina. Audi kallar þessa kaffivél Espresso Mobil. Audi er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem selur svona kaffivélar en Fiat hóf sölu á ekki ósvipuðum grip fyrir nokkrum árum og var kaffið í þær frá Lavazza. Sú var enn dýrari en vélin frá Audi og kostaði 250 evrur.
Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent