Kolbeinn: Ég er hundrað prósent klár Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 25. mars 2015 14:30 Kolbeinn Sigþórsson er bjartsýnn á að geta spilað frá fyrstu mínútu er Ísland mætir Kasakstan í Astana á laugardaginn. Kolbeinn er nýbyrjaður að spila með liði sínu, Ajax í Hollandi, eftir langvarandi meiðsli. „Þetta lítur þokkalega út hjá mér,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag. „Ég spilaði í 90 mínútur um síðustu helgi og fann mig vel í þeim leik. Þó svo að ég sé ekki í miklu leikformi þá gekk mér vel. Ég held að ég sé hundrað prósent klár fyrir helgina.“ „Það tók langan tíma að jafna sig á þessum meiðslum en ég spilaði allan landsleikinn gegn Tékklandi í nóvember. Það passar því vel að vera orðinn klár aftur fyrir þennan leik og góðs viti fyrir mig að geta komið aftur ferskur inn í liðið.“ Ísland er í öðru sæti A-riðils undankeppni EM 2016 með níu stig af tólf mögulegum. Kasakar eru hins vegar í neðsta sæti með eitt stig. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur ef við ætlum að halda okkur í toppbaráttunni. Það er klárt mál að þetta er erfiður útivöllur og þó svo að þeir séu bara með eitt stig höfum við ekki efni á að vanmeta þá. Við verðum að koma vel gíraðir inn í leikinn.“ Hann segir að hingað til hafi tíminn farið í að greina það sem fór úrskeðis í 2-1 tapinu gegn Tékklandi. „Við vitum sjálfir hvað við gerðum rangt í þeim leik. Það voru nokkrir hlutir sem er vel hægt að laga og vonandi náum við að fínpússa það fyrir þennan mikilvæga leik.“ „Seinna í vikunni förum við yfir leikinn gegn Kasökunum. Þá veit ég kannski meira um það hvernig hann mun þróast. Ég býst bara við erfiðum leik sem við þurfum að vinna.“ Hann vildi þó lítið segja um hvað hafi klikkað í leiknum í Plzen. „Það er betra að halda því innan hópsins þó að það sé greinilegt hvað var að. Það er allt í góðu með það og við munum fara vel yfir málin.“ „Það er ekkert að stöðunni okkar í riðlinum. Við töpuðum á erfiðum útivelli á móti góðu liði. Við áttum möguleika á að ná í stig úr þeim leik. Það sýnir viss gæði að hafa verið nálægt því þó svo að við áttum ekki okkar besta leik.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er bjartsýnn á að geta spilað frá fyrstu mínútu er Ísland mætir Kasakstan í Astana á laugardaginn. Kolbeinn er nýbyrjaður að spila með liði sínu, Ajax í Hollandi, eftir langvarandi meiðsli. „Þetta lítur þokkalega út hjá mér,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag. „Ég spilaði í 90 mínútur um síðustu helgi og fann mig vel í þeim leik. Þó svo að ég sé ekki í miklu leikformi þá gekk mér vel. Ég held að ég sé hundrað prósent klár fyrir helgina.“ „Það tók langan tíma að jafna sig á þessum meiðslum en ég spilaði allan landsleikinn gegn Tékklandi í nóvember. Það passar því vel að vera orðinn klár aftur fyrir þennan leik og góðs viti fyrir mig að geta komið aftur ferskur inn í liðið.“ Ísland er í öðru sæti A-riðils undankeppni EM 2016 með níu stig af tólf mögulegum. Kasakar eru hins vegar í neðsta sæti með eitt stig. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur ef við ætlum að halda okkur í toppbaráttunni. Það er klárt mál að þetta er erfiður útivöllur og þó svo að þeir séu bara með eitt stig höfum við ekki efni á að vanmeta þá. Við verðum að koma vel gíraðir inn í leikinn.“ Hann segir að hingað til hafi tíminn farið í að greina það sem fór úrskeðis í 2-1 tapinu gegn Tékklandi. „Við vitum sjálfir hvað við gerðum rangt í þeim leik. Það voru nokkrir hlutir sem er vel hægt að laga og vonandi náum við að fínpússa það fyrir þennan mikilvæga leik.“ „Seinna í vikunni förum við yfir leikinn gegn Kasökunum. Þá veit ég kannski meira um það hvernig hann mun þróast. Ég býst bara við erfiðum leik sem við þurfum að vinna.“ Hann vildi þó lítið segja um hvað hafi klikkað í leiknum í Plzen. „Það er betra að halda því innan hópsins þó að það sé greinilegt hvað var að. Það er allt í góðu með það og við munum fara vel yfir málin.“ „Það er ekkert að stöðunni okkar í riðlinum. Við töpuðum á erfiðum útivelli á móti góðu liði. Við áttum möguleika á að ná í stig úr þeim leik. Það sýnir viss gæði að hafa verið nálægt því þó svo að við áttum ekki okkar besta leik.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira