Game of Thrones mun spilla fyrir lesendum Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2015 13:45 Vísir/AFP/HBO David Benioff, framleiðandi Game of Thrones, sagði nýverið að þættirnir myndu klárast áður en bækurnar sjö í Song of Ice and Fire seríunni væru komnar út. Þættirnir munu enda á sama máta og bækurnar og munu því spilla fyrir lesendum bókanna. „Sem betur fer höfum við rætt þetta við George um langt skeið, allt frá því að við áttuðum okkur á því að þetta gæti gerst og við vissum hvert stefndi. Á endanum munum við enda á sama stað og George er að fara. Það verða mögulega farnar mismunandi leiðir, en við stefnum á sama stað,“ hefur Vanity Fair, eftir Benioff. „Ég vildi að vissu leyti að við þyrftum ekki að spilla fyrir, en við erum fastir á milli steins og sleggju. Sýningin verður að halda áfram og við ætlum okkur að gera það.“ Fimmta sería GOT, sem hefst í næsta mánuði mun fjalla um fjórðu og fimmtu bækur SOIAF, A Feast for Crows og A Dance with Dragons. Þá verða bæði lesendur og áhorfendur á sama stað í sögunni. George R.R. Martin, höfundur sögunnar, hefur hætt við fjölda ráðstefna og viðtala og segist vera að einbeita sér af því að klára sjöttu bókina, The Winds of Winter. Þá hefur hann gefið í skyn að mögulega verði hann búinn að skrifa hana í sumar. Því er mögulegt að lesendur verði aftur komnir lengra áfram í sögunni, en þeir sem horfa eingöngu á þættina. Hins vegar verður að teljast ljóst að slíkt er nánast ómögulegt fyrir sjöundu seríu. Sjöunda bókin mun heita A Dream of Spring, en fyrsta bókin A Game of Thrones, var gefin út árið 1996. Ef einhverjir vilja rifja upp hvað hafi gerst hingað til í Westeros og hinum gífurlega flókna heimi sem George R.R. Martin hefur skapað er það mögulegt hér á aðdáendasíðunni Westeros.org. Sýning fimmtu seríunnar hefst þann 13. apríl. Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones sýndir í 170 löndum samtímis Til þessa hefur samstilling á frumsýningum á leiknum sjónvarpsþáttum ekki náð til Íslands. 10. mars 2015 16:43 „Fólk mun deyja sem deyr ekki í bókunum“ George R.R. Martin segir að aðdáendur Game of Thrones þurfi að vera á tánum. 17. febrúar 2015 10:46 Heimsfrumsýning á Vísi: Á bak við tjöldin við gerð Game of Thrones Hálftímalangur þáttur sem HBO gerði þar sem farið er á bak við tjöldin við gerð þáttanna. 9. febrúar 2015 01:00 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
David Benioff, framleiðandi Game of Thrones, sagði nýverið að þættirnir myndu klárast áður en bækurnar sjö í Song of Ice and Fire seríunni væru komnar út. Þættirnir munu enda á sama máta og bækurnar og munu því spilla fyrir lesendum bókanna. „Sem betur fer höfum við rætt þetta við George um langt skeið, allt frá því að við áttuðum okkur á því að þetta gæti gerst og við vissum hvert stefndi. Á endanum munum við enda á sama stað og George er að fara. Það verða mögulega farnar mismunandi leiðir, en við stefnum á sama stað,“ hefur Vanity Fair, eftir Benioff. „Ég vildi að vissu leyti að við þyrftum ekki að spilla fyrir, en við erum fastir á milli steins og sleggju. Sýningin verður að halda áfram og við ætlum okkur að gera það.“ Fimmta sería GOT, sem hefst í næsta mánuði mun fjalla um fjórðu og fimmtu bækur SOIAF, A Feast for Crows og A Dance with Dragons. Þá verða bæði lesendur og áhorfendur á sama stað í sögunni. George R.R. Martin, höfundur sögunnar, hefur hætt við fjölda ráðstefna og viðtala og segist vera að einbeita sér af því að klára sjöttu bókina, The Winds of Winter. Þá hefur hann gefið í skyn að mögulega verði hann búinn að skrifa hana í sumar. Því er mögulegt að lesendur verði aftur komnir lengra áfram í sögunni, en þeir sem horfa eingöngu á þættina. Hins vegar verður að teljast ljóst að slíkt er nánast ómögulegt fyrir sjöundu seríu. Sjöunda bókin mun heita A Dream of Spring, en fyrsta bókin A Game of Thrones, var gefin út árið 1996. Ef einhverjir vilja rifja upp hvað hafi gerst hingað til í Westeros og hinum gífurlega flókna heimi sem George R.R. Martin hefur skapað er það mögulegt hér á aðdáendasíðunni Westeros.org. Sýning fimmtu seríunnar hefst þann 13. apríl.
Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones sýndir í 170 löndum samtímis Til þessa hefur samstilling á frumsýningum á leiknum sjónvarpsþáttum ekki náð til Íslands. 10. mars 2015 16:43 „Fólk mun deyja sem deyr ekki í bókunum“ George R.R. Martin segir að aðdáendur Game of Thrones þurfi að vera á tánum. 17. febrúar 2015 10:46 Heimsfrumsýning á Vísi: Á bak við tjöldin við gerð Game of Thrones Hálftímalangur þáttur sem HBO gerði þar sem farið er á bak við tjöldin við gerð þáttanna. 9. febrúar 2015 01:00 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Game of Thrones sýndir í 170 löndum samtímis Til þessa hefur samstilling á frumsýningum á leiknum sjónvarpsþáttum ekki náð til Íslands. 10. mars 2015 16:43
„Fólk mun deyja sem deyr ekki í bókunum“ George R.R. Martin segir að aðdáendur Game of Thrones þurfi að vera á tánum. 17. febrúar 2015 10:46
Heimsfrumsýning á Vísi: Á bak við tjöldin við gerð Game of Thrones Hálftímalangur þáttur sem HBO gerði þar sem farið er á bak við tjöldin við gerð þáttanna. 9. febrúar 2015 01:00