Enn ein ný útgáfa Range Rover Sport Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 11:31 Range Rover Sport HSE. Það er breytt úrvalið sem kaupendur Range Rover Sport geta valið á milli, en Land Rover hefur nú kynnt enn eina útgáfu bílsins, Range Rover Sport HST með 380 hestafla vél. Þessi útgáfa bílsins er skotið á milli hefðbundinnar V6 og V8 útgáfa hans. HST útgáfan er með 3,0 lítra V6 vél með keflablásara, en þetta er sama vél og finna má í Jaguar F-Type V-6 S coupe. Þessi vél er 40 hestöflum öflugri en venjulega V6 vélin í Range Rover Sport. Nýi bíllinn á þó langt í land í afli í samanburði við 510 hestafla V8 útgáfuna, en hann er einnig með öflugum keflablásara. Fjöðrun HST bílsins er stífari og bremsubúnaður bílsins er öflugri en í SE og HSE útgáfunum. HST útgáfan er á 21 tommu felgum í gráskyggðum lit. Grill bílsins er svartglansandi, sem og svuntuvörn bílsins og ýmislegt fleira breytt í ytra útliti hans sem aðgreinir bílinn frá öðrum útgáfum bílsins. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent
Það er breytt úrvalið sem kaupendur Range Rover Sport geta valið á milli, en Land Rover hefur nú kynnt enn eina útgáfu bílsins, Range Rover Sport HST með 380 hestafla vél. Þessi útgáfa bílsins er skotið á milli hefðbundinnar V6 og V8 útgáfa hans. HST útgáfan er með 3,0 lítra V6 vél með keflablásara, en þetta er sama vél og finna má í Jaguar F-Type V-6 S coupe. Þessi vél er 40 hestöflum öflugri en venjulega V6 vélin í Range Rover Sport. Nýi bíllinn á þó langt í land í afli í samanburði við 510 hestafla V8 útgáfuna, en hann er einnig með öflugum keflablásara. Fjöðrun HST bílsins er stífari og bremsubúnaður bílsins er öflugri en í SE og HSE útgáfunum. HST útgáfan er á 21 tommu felgum í gráskyggðum lit. Grill bílsins er svartglansandi, sem og svuntuvörn bílsins og ýmislegt fleira breytt í ytra útliti hans sem aðgreinir bílinn frá öðrum útgáfum bílsins.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent