Hik! Hiksti, hjálp! sigga dögg skrifar 25. mars 2015 11:00 Vísir/Getty Hver kannast ekki við að fá hvimleiðan hiksta sem ekki er hægt að losna við? Samkvæmt Vísindavefnum og Doktor.is er hiksti:Hiksti er krampi í þindinni sem veldur snöggri innöndun sem stöðvast síðan jafn snögglega við það að bilið á milli raddbandanna lokast, en það veldur einmitt hljóðinu sem fylgir þessum kvilla. Algengasta orsök hiksta er sú að fólk kann sér ekki magamál, hvort heldur í mat eða drykk. Þegar fólk borðar eða drekkur of mikið þenst maginn út og þrýstir á þindina. Lágt hlutfall af koltvíildi í blóði gerir hiksta verri, og með því að halda niðri í sér andanum á maður að geta læknað hiksta, en þá hækkar einmitt hlutfall koltvíildis í blóðinu. Hiksti hefur einnig verið læknaður með því að láta fólk anda að sér koltvíildi.Nokkrir punktar um hiksta: - Charles Osborne, Bandaríkjamaður, fékk hiksta árið 1922 og hikstaði látlaust í meira en 60 ár. Hann átti erfitt með svefn, þjáðist af blóðnösum og uppsölum. - Til að losna við hiksta getur þú prófað að kyngja þrisvar, drekka kalt vatn eða gleypa mintu - Í raun er ekki til nein lækning við hiksta heldur aðeins að trufla hann með því að örva kokið með einum eða öðrum hætti - Leitaðu til læknis ef hiksti varir í meira en þrjár klukkustundir eða truflar við mat og svefn - Algengt er að fóstur og ungbörn fái hiksta - Algengara er að karlar fái langvarandi hiksta (sem endist í um tvo sólahringa) - Ef algeng húsráð ráða ekki við hikstann þá getur þó prófað að bíta í sítrónu eða í tunguna á þér - Hiksti getur komið vegna tilfinningauppnáms, hitabreytinga, reykinga og drykkju áfengis - Enn annað ráð við hiksta er að borða skeið af sykri eða sírópi Heilsa Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hver kannast ekki við að fá hvimleiðan hiksta sem ekki er hægt að losna við? Samkvæmt Vísindavefnum og Doktor.is er hiksti:Hiksti er krampi í þindinni sem veldur snöggri innöndun sem stöðvast síðan jafn snögglega við það að bilið á milli raddbandanna lokast, en það veldur einmitt hljóðinu sem fylgir þessum kvilla. Algengasta orsök hiksta er sú að fólk kann sér ekki magamál, hvort heldur í mat eða drykk. Þegar fólk borðar eða drekkur of mikið þenst maginn út og þrýstir á þindina. Lágt hlutfall af koltvíildi í blóði gerir hiksta verri, og með því að halda niðri í sér andanum á maður að geta læknað hiksta, en þá hækkar einmitt hlutfall koltvíildis í blóðinu. Hiksti hefur einnig verið læknaður með því að láta fólk anda að sér koltvíildi.Nokkrir punktar um hiksta: - Charles Osborne, Bandaríkjamaður, fékk hiksta árið 1922 og hikstaði látlaust í meira en 60 ár. Hann átti erfitt með svefn, þjáðist af blóðnösum og uppsölum. - Til að losna við hiksta getur þú prófað að kyngja þrisvar, drekka kalt vatn eða gleypa mintu - Í raun er ekki til nein lækning við hiksta heldur aðeins að trufla hann með því að örva kokið með einum eða öðrum hætti - Leitaðu til læknis ef hiksti varir í meira en þrjár klukkustundir eða truflar við mat og svefn - Algengt er að fóstur og ungbörn fái hiksta - Algengara er að karlar fái langvarandi hiksta (sem endist í um tvo sólahringa) - Ef algeng húsráð ráða ekki við hikstann þá getur þó prófað að bíta í sítrónu eða í tunguna á þér - Hiksti getur komið vegna tilfinningauppnáms, hitabreytinga, reykinga og drykkju áfengis - Enn annað ráð við hiksta er að borða skeið af sykri eða sírópi
Heilsa Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira