Lagið er sungið af Helga Björnssyni en lag og texti er eftir Baggalútinn Braga Valdimar Skúlason. Hann og Kiddi úr Hjálmum sáu um upptökustjórn og hljóðblöndun. Ómar Guðjónsson, Helgi Svavar Helgason, Eyþór Gunnarsson, Tómas Jónsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson sjá um hljóðfæraleik. Pétur Örn Guðmundsson sér um bakraddir.
Meðal hljómsveita sem leika á hátíðinni eru Emmsjé Gauti, Pink Street Boys, Mugison, Prins Póló, AmabAdamA og Júníus Meyvant.